Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Húðkremsnotkun ungra stúlkna veldur áhyggjum

Sænskt fyr­ir­tæki sem rek­ur 400 apó­tek í heima­land­inu hef­ur lagt bann við að ung­menni yngri en 15 ára geti keypt til­tekn­ar húð­vör­ur sem ætl­að­ar eru eldra fólki. Húð­sjúk­dóma­lækn­ar vara við sí­auk­inni notk­un ungra stúlkna á slík­um vör­um.

Fyrir tveimur vikum tilkynnti sænska lyfsölufyrirtækið Apotek Hjärtat að tilteknar ólyfseðilsskyldar húðvörur verði framvegis ekki seldar ungmennum undir 15 ára aldri. Apotek Hjärtat er stærsta einkarekna fyrirtæki á sínu sviði í Svíþjóð með nær þriðjungs hlutdeild á markaðnum. Apótek nútímans eru mjög breytt frá því sem áður var, þótt sala á lyfjum sé enn stór þáttur í starfseminni verða alls kyns snyrtivörur sífellt fyrirferðarmeiri, apótek er ekki lengur bara lyfjabúð.

„Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.“

Tilkynning Apotek Hjärtat hefur vakið mikla athygli og lyfsölufyrirtækið Apoteket AB, sem er í eigu sænska ríkisins og með svipaða markaðshlutdeild og Apotek Hjärtat, íhugar að fara sömu leið. Sænski húð- og snyrtivöruframleiðandinn Mantle hefur tilkynnt að einstaklingar yngri en 18 ára geti framvegis ekki keyptar tilteknar vörur sem fyrirtækið framleiðir.

Húðsjúkdómalæknar hafa áhyggjur

Fyrr á þessu ári birtist á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, löng umfjöllun um aukna notkun og áhuga ungra stúlkna á húðvörum, einkum andlitskremi.  Í viðtölum við ungar stúlkur og foreldra þeirra kom fram að margar stúlkur finna fyrir þrýstingi frá vinkonum um að nota andlitskrem „til að falla inn í hópinn“. Fréttamenn BBC ræddu við eina átta ára stúlku sem sagðist hafa á vefsíðunni Tik Tok séð þekkta persónu úr tískuheiminum lýsa því hve gott tiltekið andlitskrem væri fyrir húðina.

Stúlkan, sem BBC kallaði Sadie, nauðaði í móður sinni að kaupa þetta krem en móðirin neitaði. Sadie gafst ekki upp en nokkrum dögum síðar komst móðirin að því dóttirin hafði fengið einhvern úr fjölskyldunni til að kaupa kremið, sem er ætlað fullorðnum, fyrir sig. Húð stúlkunnar varð bólótt og rauð en jafnaði sig fljótlega eftir að hún hætti að nota kremið.  Móðir Sadie sagðist fylgjast vel með á snyrtivörumarkaðnum en hún hefði aldrei heyrt minnst á sumar þeirra tegunda sem dóttirin þekkti.

Tess McPherson húðsjúkdómalæknir sagði í viðtali við BBC mjög brýnt að börn og unglingar fái réttar upplýsingar um andlitskrem og húðvörur, en ekki úr auglýsingum og af vefsíðum framleiðenda.

Þekkti vörumerkin

Eins og fyrr var nefnt hefur ákvörðun Apotek Hjärtat um sölubann á tilteknum húðvörum til ungmenna undir 15 ára aldri vakið mikla athygli og opnað augu margra foreldra og forráðamanna barna. Fréttamaður danska útvarpsins, DR, ræddi við Tina Søgaard, stofnanda og núverandi stjórnarformann danska húðvöruframleiðandans Ecooking. Hún lýsti búðarferð með 10 ára stjúpdóttur sinni. Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.

Þegar Tina Søgaard las á glasið með andlitskreminu sem stúlkan vildi kaupa brá henni í brún. „Ef hún hefði borið þetta á sig hefði hún strax fengið brunasár í andlitið en það hafði hún ekki hugmynd um, fannst bara liturinn á kreminu flottur,“ sagði Tina Søgaard. Þegar hún spurði stjúpdótturina hvernig hún þekkti The Ordinary-vörurnar var svarið að hún hefði séð þær á YouTube og TikTok. Og hún hefði líka séð mörg önnur vörumerki á netinu.

Tina Søgaard vill að fyrirtæki sitt, Ecooking, banni sölu á tilteknum vörum til ungmenna og sagði í viðtalinu að málið yrði rætt á næsta stjórnarfundi. Hún sagði jafnframt að þegar hefði verið ákveðið að setja sérstaka merkingu á þær vörur fyrirtækisins sem óæskilegt er að börn og unglingar noti. Það eru einkum svonefndar AHA sýrur, BHA sýrur og A vítamín sem eru skaðleg húð ungmenna. Þessi efni er að finna í mörgum húðvörum sem sögð eru gera húðina unglegri og draga úr öldrun, eins og segir í auglýsingum.

Claus Jørgensen, verkefnastjóri hjá dönsku neytendasamtökunum, Tænk, sagði það jákvætt, í svari við fyrirspurn danska útvarpsins, að umræða um þessi mál væri komin upp á yfirborðið, eins og hann komst að orði. „Þessar umræddu húðvörur eru ætlaðar fullorðnum en þegar börn og unglingar eru hvött, á netmiðlum, til að nota þær verða seljendur og framleiðendur, og ekki síst foreldrar að vera á verði,“ sagði Claus Jørgensen.

Vill löggjöf sem banni sölu á tilteknum vörum til unglinga

Í áðurnefndu viðtali við danska útvarpið sagðist Tina Søgaard telja nauðsynlegt að danska þingið setti lög sem banni sölu á tilteknum húðvörum (yngingarkremi) til ungmenna. Ekki dugi að höfða til ábyrgðar framleiðenda og seljenda.

Slíkar hugmyndir mælast misjafnlega fyrir meðal danskra snyrtivöruseljenda og talsmaður verslanakeðjunnar Matas, sem er fyrirferðarmikil á danska markaðnum, kvaðst ekki telja löggjöf leysa vandann og ekki heldur sölubann til ungmenna. „Við hjá Matas teljum ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina áhrifaríkari leið en bannlög,“ sagði talsmaðurinn.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár