Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ

Ekk­ert mót­fram­boð barst til for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og mun því Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir sitja áfram. Til­kynnt verð­ur um nýj­an fram­kvæmda­stjóra í vik­unni.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ
Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands frá 2021. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Engin mótframboð bárust til formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Þetta staðfestir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Heimildina. Hún er því ein í framboði og mun sitja áfram næstu tvö árin. 

Aðspurð segir Sigríður Dögg að tilkynnt verði um nýjan framkvæmdastjóra félagsins í vikunni. En hún hefur sinnt því starfi síðan Hjálmar Jónsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003, var rekinn í janúar. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnar félagsins. 

Trúnaðarbresturinn fólst, að sögn stjórnar BÍ, meðal annars í því að Hjálmar neitaði formanni félagsins, Sigríði Dögg, að fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins þrátt fyrir samþykkt stjórnar þess efnis. En Hjálmar hefur ítrekað haldið því á lofti að Sigríður Dögg sé skattsvikari. 

Endurskoðun á fjármálum og fjárveitingum

Stjórn BÍ hefur síðan látið óháðan bókara skoða tiltekin atriði í fjármálum félagsins síðasta áratuginn. Skýrsla endurskoðunarskrifstofunnar KPMG um niðurstöður bókarans mun verða kynnt á aðalfundi BÍ þann 16. apríl næstkomandi. 

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti stjórn BÍ að gagnger endurskoðun hefði nú farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. Þá hafi stjórnir sjóða félagsins endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum er úthlutað.

Breytingarnar voru gerðar í kjölfar þess að stjórn Styrktarráðs Blaðamannafélagsins vakti athygli á því að aðeins þeir sem hefðu greitt í sjóðinn að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði ættu rétt á greiðslu úr honum. Rétturinn fyrndist síðan 6 mánuðum eftir að greiðslum væri hætt.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár