Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ

Ekk­ert mót­fram­boð barst til for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og mun því Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir sitja áfram. Til­kynnt verð­ur um nýj­an fram­kvæmda­stjóra í vik­unni.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ
Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands frá 2021. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Engin mótframboð bárust til formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Þetta staðfestir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Heimildina. Hún er því ein í framboði og mun sitja áfram næstu tvö árin. 

Aðspurð segir Sigríður Dögg að tilkynnt verði um nýjan framkvæmdastjóra félagsins í vikunni. En hún hefur sinnt því starfi síðan Hjálmar Jónsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003, var rekinn í janúar. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnar félagsins. 

Trúnaðarbresturinn fólst, að sögn stjórnar BÍ, meðal annars í því að Hjálmar neitaði formanni félagsins, Sigríði Dögg, að fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins þrátt fyrir samþykkt stjórnar þess efnis. En Hjálmar hefur ítrekað haldið því á lofti að Sigríður Dögg sé skattsvikari. 

Endurskoðun á fjármálum og fjárveitingum

Stjórn BÍ hefur síðan látið óháðan bókara skoða tiltekin atriði í fjármálum félagsins síðasta áratuginn. Skýrsla endurskoðunarskrifstofunnar KPMG um niðurstöður bókarans mun verða kynnt á aðalfundi BÍ þann 16. apríl næstkomandi. 

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti stjórn BÍ að gagnger endurskoðun hefði nú farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. Þá hafi stjórnir sjóða félagsins endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum er úthlutað.

Breytingarnar voru gerðar í kjölfar þess að stjórn Styrktarráðs Blaðamannafélagsins vakti athygli á því að aðeins þeir sem hefðu greitt í sjóðinn að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði ættu rétt á greiðslu úr honum. Rétturinn fyrndist síðan 6 mánuðum eftir að greiðslum væri hætt.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár