Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.

Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
Enn þörf Sjúkratryggingar Íslands, sem Sigurður Helgi Helgason stýrir, segja að enn sé þörf á að útvista aðgerðum gegn legslímuflakki samkvæmt ráðuneyti Willums Þór Þórssonar.

Sjúkratryggingar Íslands segja að átak vegna aðgerða gegn legslímuflakki sem ráðist var í með aðkomu einkaaðila eins og Klíníkurinnar hafi skilað árangri fyrir þær konur sem glíma við þennan kvalafulla sjúkdóm. Þess vegna hafi verið ákveðið að ráðast í frekari útvistun á slíkum aðgerðum. Heimildin hefur fjallað um þessa fyrirhuguðu útvistun á aðgerðunum og hafa Sjúkratryggingar Íslands nú sent blaðinu svör við spurningum um þær. 

Læknar á Landspítalanum eru sumir hverjir hugsi yfir þessari útvistun þar sem ekki séu biðlistar eftir legslímuflakksaðgerðum nú um stundir. Þar af leiðandi spyrja þeir sig að því af hverju þurfi að útvista aðgerðunum til einkaaðila eins og Klíníkurinnar. Í svörum Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að vegna þessarar gagnrýni frá Landspítalanum ætli stofnunin að kanna hana sérstaklega áður en gengið verður til samninga við einkaðila um frekari aðgerðir. 

Svör Sjúkratrygginga við spurningum Heimildarinnar eru birt í heild sinni hér fyrir neðan. 

„Mat heilbrigðisráðuneytisins bendir enn til þess að talsverð þörf sé fyrir framkvæmd aðgerðanna utan heilbrigðisstofnana ríkisins.“

Enn þörf fyrir aðgerðum einkaaðila

Í svörum Sjúkratrygginga Íslands við spurningum um útvistunina kemur fram að það sé mat heilbrigðisyfirvalda að ennþá sé þörf fyrir því að einkaaðilar geri aðgerðir gegn legslímuflakki. 

Stofnunin segir: 

„Tilurð þess að framkvæmdar séu kviðsjáraðgerðir vegna legslímuflakks utan heilbrigðisstofnana ríkisins með greiðsluþátttöku var ríkt ákall um að aðgengi að slíkum aðgerðum yrði aukið. Í október 2022 fól heilbrigðisráðuneytið Sjúkratryggingum að semja um kviðsjáraðgerðir til greiningar eða meðferðar við sjúkdómum sem heyra undir sérsvið kvensjúkdómalækna, þar á meðal aðgerðir vegna endómetríósu. Samið var um að þau sem hefðu brýnustu þörf fyrir slíkar aðgerðir hefðu forgang og var samið um takmarkað aðgerðarmagn við Klíníkina Ármúla á grundvelli fjárveitingar. Þó að ekki hafi verið til staðar miðlægur biðlisti á þeim tíma var engu að síður talsverður skortur á aðgengi að þjónustu og gat biðtími verið langur. Þá höfðu einhver þegar leitað til Sjúkratrygginga og fengið synjun um greiðsluþátttöku.

Að mati Sjúkratrygginga hefur átakið skilað árangri í því að auka aðgengi að nauðsynlegri þjónustu en ljóst er að enn kann að vera einhver þörf fyrir slíkar aðgerðir. Mat heilbrigðisráðuneytisins bendir enn til þess að talsverð þörf sé fyrir framkvæmd aðgerðanna utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Hins vegar gefa athugasemdir yfirlækna heilbrigðisstofnana ástæðu til þess að greina biðtíma eftir slíkum aðgerðum nánar og að kanna ástæður þess að lítil bið sé eftir slíkum aðgerðum á Landspítalanum. Verður það gert í aðdraganda samningsgerðar.

Árétta verður einnig að þó að ekki sé til staðar miðlægur biðlisti þá miðar texti auglýsingarinnar að öllum lýðheilsutengdum aðgerðum, óháð því hvort að miðlægur biðlisti sé til staðar. Fyrirsögn auglýsingarinnar er ekki síst hugsuð með það að sjónarmiði að ná til sem flestra veitenda heilbrigðisþjónustu til að fá sem besta mynd af framboði í þeim aðgerðarflokkum sem stefnt er að því að gera samninga um.

Það liggur fyrir þegar samið verður til lengri tíma að nauðsynlegt er að eiga samtal um þverfaglega veitingu slíkrar heilbrigðisþjónustu. Hafa Sjúkratryggingar þegar fundað með starfsfólki Landspítala um biðlistamál og hefur stofnunin eins mótttekið erindi frá yfirlæknum heilbrigðisstofnana með sjónarmiðum um veitingu þjónustunnar. Sjúkratryggingar munu meta þau sjónarmið og verður tekið tillit til þeirra við samningsgerðina.

Fjárveiting til þessara aðgerða var tryggð í fjárlögum ársins 2023 og í fjárlögum ársins 2024 var gert ráð fyrir að samtals 1 ma.kr. yrði varið til að stytta biðlista eftir tilteknum skurðaðgerðum, þar sem endómetríósuaðgerðir voru sérstaklega tilgreindar. Þá liggja fyrir fyrirmæli heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðarflokka sem auglýsa á sem lýðheilsutengdar aðgerðir á grundvelli þeirrar fjárveitingar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár