„Hingað koma alveg konur sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd eða eru flóttafólk. Langstærsti hópur kvenna sem kemur í Kvennaathvarfið eru konur eins og ég og þú, en þær eru alveg þarna inn á milli,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs.
„Það er töluvert af málum þar sem íslenskir gerendur eru að nýta sér neyð þessara kvenna, það eru þá yfirleitt konur sem koma hingað einar, en það eru líka mál sem snúast um klassískt heimilisofbeldi. Við hjá Kvennaathvarfinu finnum vissulega að þessar konur eru oft mjög týndar og vita ekki hvert þær eiga að leita,“ segir hún.
„Þessar konur eru oft mjög týndar og vita ekki hvert þær eiga að leita“
Linda bendir á að margar þeirra kvenna sem hafa flúið heimaland sitt og þurfa síðan að flýja heimili sitt á Íslandi vegna ofbeldis hafi ekki fengið neina fræðslu um réttindi sín eða hvaða aðstoð þær geta fengið. Sumar …
Athugasemdir