Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður

Banda­rísk­ir lækn­ar birta í fyrsta sinn mynd­ir af því hvernig sjúk­ling­ar með prosopometamorp­hopsiu sjá ann­að fólk.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður
Tölvumynd af raunverulegum manni sem sjúklingurinn var beðinn að horfa á. Til vinstri er maðurinn eins og hann lítur út í raun en til hægri eins og sjúklingurinn sér hann.

Ímyndið ykkur að þið gangið út og á fjölfarna göngugötu. Þið mætið fjölda fólks en í stað þess að kinka vingjarnlega kolli til þeirra sem gefa færi á því, þá fyllist þið skelfingu því fólkið er satt að segja ansi skuggalegt.

Það líktist helst púkum úr miðaldaritum eða þá hryllingsmyndum nútímans.

Hver einasta manneskja er ferlega kjaftvíð, með mjög ílöng augu og eyru og djúpar hrukkur í kinnum og á enni. Og allir, undantekningarlaust, eru heldur illskulegir á svip.

Þetta henti hálfsextugan karl í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Allt í einu fór allt fólk í kringum hann að líta svona út, líka fólk sem hann þekkti mjög vel, svo sem fjölskylda og vinir.

Breska læknaritið Lancet greinir frá raunum mannsins í nýrri grein í vefútgáfu sinni. Antonio Mello segir þar frá niðurstöðum lækna sem maðurinn leitaði til.

Maðurinn var 58 þegar hann leitaði til lækna og hafði þá upplifað „púkafésin“ í tæp þrjú ár. Hann lýsti því svo að öll andlit, undantekningarlaust, væru svona „aflöguð“ en aðeins andlit — engir hlutir og ekki aðrir líkamshlutar.

Og þegar hann sá myndir af sama fólki, hvort heldur á blaði eða á skjá, þá var allt í lagi og andlitin í alla staði eðlileg.

Þótt andlitin væru aflöguð átti maðurinn samt ekki í neinum vandræðum með að þekkja aftur fólk sem hann þekkti fyrir, og hann fékk engar ranghugmyndir um að fólkið væri orðið annað eða öðruvísi en það var.

Hann ímyndaði sér sem sagt ekki að það hefði í rauninni breyst í púka eða neitt þess háttar, það var bara farið að líta svona skringilega út.

Maðurinn reyndist hafa sögu um geðhvarfasýki (bípólar) og áfallastreitu, hann hafði fengið alvarlegt höfuðhögg fyrir 15 árum og 55 ára kann hann að hafa orðið fyrir koltvísýrings eitrun. Fjórum mánuðum eftir þann atburð fóru andlit fólks að breytast fyrir augum hans.

Manninum leið í rauninni ágætlega og hann þjáðist ekki af ofskynjunum eða ranghugmyndunum, hvorki um fólk né annað.

Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða læknanna að ástand hans væri til marks um mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallast prosopometamorphopsia, hvorki meira né minna, og lýsir sér í þessum aflöguðu andlitum en hefur eftir því sem best er vitað engar aðrar skaðlegar afleiðingar.

Flestöll þau sem þjást af prosopometamorphopsiu sjá aflögun andlit ekki aðeins á fólki í raun og veru, heldur líka á skjá og myndum, og þess vegna hefur reynst erfitt að átta sig á nákvæmlega hvernig sjúkdómurinn aflagar andlit í heila sjúklinga.

Þar sem þessi sjúklingar sér andlit hins vegar á venjulegan hátt á myndum, þá reyndist hægt að fá hann til að lýsa því nákvæmlega hvaða mun hann sæi á myndum af fólki og svo fólkinu sjálfum.

Læknarnir sem skrifuðu greinina í Lancet — Mello, Krzysztof Bujarski og Brad Duchaine — segja að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að sjá hvernig prosopometamorphopsiu-sjúklingar upplifa annað fólk. Á meðfylgjandi myndum sjá hvernig hinn ónefndi sjúklingur sér nokkra einstaklinga. Engin lækning við þessum dularfulla sjúkdómi en enn í augsýn og sennilega verður sjúklingurinn einfaldlega að sætta sig við að sjá hálfgerða púka í hvert sem hann fer út fyrir hússins dyr.

Antonio Mello útskýrir heilasjúkdóminn í myndbandi sem fylgir greininni í Lancet.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár