Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður

Banda­rísk­ir lækn­ar birta í fyrsta sinn mynd­ir af því hvernig sjúk­ling­ar með prosopometamorp­hopsiu sjá ann­að fólk.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður
Tölvumynd af raunverulegum manni sem sjúklingurinn var beðinn að horfa á. Til vinstri er maðurinn eins og hann lítur út í raun en til hægri eins og sjúklingurinn sér hann.

Ímyndið ykkur að þið gangið út og á fjölfarna göngugötu. Þið mætið fjölda fólks en í stað þess að kinka vingjarnlega kolli til þeirra sem gefa færi á því, þá fyllist þið skelfingu því fólkið er satt að segja ansi skuggalegt.

Það líktist helst púkum úr miðaldaritum eða þá hryllingsmyndum nútímans.

Hver einasta manneskja er ferlega kjaftvíð, með mjög ílöng augu og eyru og djúpar hrukkur í kinnum og á enni. Og allir, undantekningarlaust, eru heldur illskulegir á svip.

Þetta henti hálfsextugan karl í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Allt í einu fór allt fólk í kringum hann að líta svona út, líka fólk sem hann þekkti mjög vel, svo sem fjölskylda og vinir.

Breska læknaritið Lancet greinir frá raunum mannsins í nýrri grein í vefútgáfu sinni. Antonio Mello segir þar frá niðurstöðum lækna sem maðurinn leitaði til.

Maðurinn var 58 þegar hann leitaði til lækna og hafði þá upplifað „púkafésin“ í tæp þrjú ár. Hann lýsti því svo að öll andlit, undantekningarlaust, væru svona „aflöguð“ en aðeins andlit — engir hlutir og ekki aðrir líkamshlutar.

Og þegar hann sá myndir af sama fólki, hvort heldur á blaði eða á skjá, þá var allt í lagi og andlitin í alla staði eðlileg.

Þótt andlitin væru aflöguð átti maðurinn samt ekki í neinum vandræðum með að þekkja aftur fólk sem hann þekkti fyrir, og hann fékk engar ranghugmyndir um að fólkið væri orðið annað eða öðruvísi en það var.

Hann ímyndaði sér sem sagt ekki að það hefði í rauninni breyst í púka eða neitt þess háttar, það var bara farið að líta svona skringilega út.

Maðurinn reyndist hafa sögu um geðhvarfasýki (bípólar) og áfallastreitu, hann hafði fengið alvarlegt höfuðhögg fyrir 15 árum og 55 ára kann hann að hafa orðið fyrir koltvísýrings eitrun. Fjórum mánuðum eftir þann atburð fóru andlit fólks að breytast fyrir augum hans.

Manninum leið í rauninni ágætlega og hann þjáðist ekki af ofskynjunum eða ranghugmyndunum, hvorki um fólk né annað.

Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða læknanna að ástand hans væri til marks um mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallast prosopometamorphopsia, hvorki meira né minna, og lýsir sér í þessum aflöguðu andlitum en hefur eftir því sem best er vitað engar aðrar skaðlegar afleiðingar.

Flestöll þau sem þjást af prosopometamorphopsiu sjá aflögun andlit ekki aðeins á fólki í raun og veru, heldur líka á skjá og myndum, og þess vegna hefur reynst erfitt að átta sig á nákvæmlega hvernig sjúkdómurinn aflagar andlit í heila sjúklinga.

Þar sem þessi sjúklingar sér andlit hins vegar á venjulegan hátt á myndum, þá reyndist hægt að fá hann til að lýsa því nákvæmlega hvaða mun hann sæi á myndum af fólki og svo fólkinu sjálfum.

Læknarnir sem skrifuðu greinina í Lancet — Mello, Krzysztof Bujarski og Brad Duchaine — segja að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að sjá hvernig prosopometamorphopsiu-sjúklingar upplifa annað fólk. Á meðfylgjandi myndum sjá hvernig hinn ónefndi sjúklingur sér nokkra einstaklinga. Engin lækning við þessum dularfulla sjúkdómi en enn í augsýn og sennilega verður sjúklingurinn einfaldlega að sætta sig við að sjá hálfgerða púka í hvert sem hann fer út fyrir hússins dyr.

Antonio Mello útskýrir heilasjúkdóminn í myndbandi sem fylgir greininni í Lancet.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár