Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður

Banda­rísk­ir lækn­ar birta í fyrsta sinn mynd­ir af því hvernig sjúk­ling­ar með prosopometamorp­hopsiu sjá ann­að fólk.

Sérðu púka í stað fólks? Dularfullur taugasjúkdómur rannsakaður
Tölvumynd af raunverulegum manni sem sjúklingurinn var beðinn að horfa á. Til vinstri er maðurinn eins og hann lítur út í raun en til hægri eins og sjúklingurinn sér hann.

Ímyndið ykkur að þið gangið út og á fjölfarna göngugötu. Þið mætið fjölda fólks en í stað þess að kinka vingjarnlega kolli til þeirra sem gefa færi á því, þá fyllist þið skelfingu því fólkið er satt að segja ansi skuggalegt.

Það líktist helst púkum úr miðaldaritum eða þá hryllingsmyndum nútímans.

Hver einasta manneskja er ferlega kjaftvíð, með mjög ílöng augu og eyru og djúpar hrukkur í kinnum og á enni. Og allir, undantekningarlaust, eru heldur illskulegir á svip.

Þetta henti hálfsextugan karl í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Allt í einu fór allt fólk í kringum hann að líta svona út, líka fólk sem hann þekkti mjög vel, svo sem fjölskylda og vinir.

Breska læknaritið Lancet greinir frá raunum mannsins í nýrri grein í vefútgáfu sinni. Antonio Mello segir þar frá niðurstöðum lækna sem maðurinn leitaði til.

Maðurinn var 58 þegar hann leitaði til lækna og hafði þá upplifað „púkafésin“ í tæp þrjú ár. Hann lýsti því svo að öll andlit, undantekningarlaust, væru svona „aflöguð“ en aðeins andlit — engir hlutir og ekki aðrir líkamshlutar.

Og þegar hann sá myndir af sama fólki, hvort heldur á blaði eða á skjá, þá var allt í lagi og andlitin í alla staði eðlileg.

Þótt andlitin væru aflöguð átti maðurinn samt ekki í neinum vandræðum með að þekkja aftur fólk sem hann þekkti fyrir, og hann fékk engar ranghugmyndir um að fólkið væri orðið annað eða öðruvísi en það var.

Hann ímyndaði sér sem sagt ekki að það hefði í rauninni breyst í púka eða neitt þess háttar, það var bara farið að líta svona skringilega út.

Maðurinn reyndist hafa sögu um geðhvarfasýki (bípólar) og áfallastreitu, hann hafði fengið alvarlegt höfuðhögg fyrir 15 árum og 55 ára kann hann að hafa orðið fyrir koltvísýrings eitrun. Fjórum mánuðum eftir þann atburð fóru andlit fólks að breytast fyrir augum hans.

Manninum leið í rauninni ágætlega og hann þjáðist ekki af ofskynjunum eða ranghugmyndunum, hvorki um fólk né annað.

Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaða læknanna að ástand hans væri til marks um mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallast prosopometamorphopsia, hvorki meira né minna, og lýsir sér í þessum aflöguðu andlitum en hefur eftir því sem best er vitað engar aðrar skaðlegar afleiðingar.

Flestöll þau sem þjást af prosopometamorphopsiu sjá aflögun andlit ekki aðeins á fólki í raun og veru, heldur líka á skjá og myndum, og þess vegna hefur reynst erfitt að átta sig á nákvæmlega hvernig sjúkdómurinn aflagar andlit í heila sjúklinga.

Þar sem þessi sjúklingar sér andlit hins vegar á venjulegan hátt á myndum, þá reyndist hægt að fá hann til að lýsa því nákvæmlega hvaða mun hann sæi á myndum af fólki og svo fólkinu sjálfum.

Læknarnir sem skrifuðu greinina í Lancet — Mello, Krzysztof Bujarski og Brad Duchaine — segja að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að sjá hvernig prosopometamorphopsiu-sjúklingar upplifa annað fólk. Á meðfylgjandi myndum sjá hvernig hinn ónefndi sjúklingur sér nokkra einstaklinga. Engin lækning við þessum dularfulla sjúkdómi en enn í augsýn og sennilega verður sjúklingurinn einfaldlega að sætta sig við að sjá hálfgerða púka í hvert sem hann fer út fyrir hússins dyr.

Antonio Mello útskýrir heilasjúkdóminn í myndbandi sem fylgir greininni í Lancet.
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár