Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Rökstyðja þarf hvers vegna jarðgöngum er hafnað

Sunda­braut í jarð­göng­um myndi að mati Skipu­lags­stofn­un­ar hafa mun minni áhrif á marga um­hverf­is­þætti en að mestu veg­ur á yf­ir­borði líkt og Vega­gerð­in vill.

Rökstyðja þarf hvers vegna jarðgöngum er hafnað
Yfir sundin blá Vegagerðin vill reisa Sundabraut að mestu leyti á landfyllingum og brúm. Mynd: Golli

Skipulagsstofnun segir að þrátt fyrir að Vegagerðin hafi hafnað tillögum um að skoða fleiri jarðgangakosti við Sundabraut en gert er ráð fyrir í matsáætlun framkvæmdarinnar sé mikilvægt að í næsta skrefi umhverfismatsins, umhverfismatsskýrslu, verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu.

Þá vill stofnunin að færð verði skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum, sem fela í sér aðeins örstutta leið í jarðgöngum, og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta. 

Ljóst er, segir Skipulagsstofnun í nýbirtu áliti sínu, að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár