Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Íslendingar yfir 15 þúsund færri en áður var talið

Fjöldi Ís­lend­inga var of­met­inn um ríf­lega 15 þús­und manns. Þetta er nið­ur­staða Hag­stofu Ís­lands sem hef­ur end­ur­bætt að­ferð sína við út­reikn­inga á mann­fjölda. Of­mat­ið má að mestu rekja til inn­flytj­enda inn­an Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Íslendingar yfir 15 þúsund færri en áður var talið
Fleiri karlar Samkvæmt Hagstofunni voru 196.552 karlar, 187.015 konur og 159 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins Mynd: Getty images

Samkvæmt nýju mati Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar í fyrra, eða um 2,3%. Íslendingar eru því ekki orðir yfir 400 þúsund eins og Þjóðskrá greindi frá í febrúar en þar var miðað við fjölda einstaklinga með skráð lögheimili hér á landi.

Samkvæmt Hagstofunni voru 196.552 karlar, 187.015 konur og 159 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 2,5% frá fyrra ári, konum um 2,0% og kynsegin/annað um 22,3%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Ný aðferð við útreikninga

Hagstofa Íslands hefur endurbætt aðferð sína við útreikninga á mannfjölda. Hingað til hefur íbúafjöldi eingöngu byggt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Ný aðferð byggir á breiðari grunni opinberra gagna; skattagögnum og nemendagögnum auk þjóðskrár.

Niðurstaðan er sú að 1. janúar 2024 hafi íbúar verið um 15.245 þúsund færri en eldri aðferð gaf til kynna og má það ofmat að mestu rekja til innflytjenda frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 

Meginástæða misræmis á milli fjölda einstaklinga með skráð lögheimili á Íslandi og metins íbúafjölda í landinu er sú að á sama tíma og ríkur hvati er til þess að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá þegar flutt er hingað til lands er lítill sem enginn hvati til þess að tilkynna búferlaflutninga frá landinu.

Afleiðingin er sú að fjöldi fólks hefur flutt af landi brott án þess að tilkynna flutninginn til Þjóðskrár. Hvatinn til að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá felst til að mynda í því að fá kennitölu, hafa aðgang að vinnumarkaði, stofna bankareikning og fá aðgang að heilbrigðis‐, mennta‐ og félagskerfum.

Fjöldi einstaklinga sem eru hluti ofmats var nokkuð jafn frá árinu 2011 til ársins 2018, fór hæst í 6.611 árið 2011 en var lægstur 5.849 árið 2017. Ofmetinn fjöldi íbúa jókst síðan stöðugt frá og með árinu 2019 og var kominn í 15.245 þúsund árið 2024. Hlutfall ofmats miðað við eldri aðferð er milli 1,7% og 2,1% íbúa frá 2011 til 2018 en stóð í 3,8% árið 2024.

Grafið hér að ofan  sýnir einstaklinga á vinnualdri, 20 til 64 ára. Þar sést að karlmenn með erlent ríkisfang eru stærstur hluti þeirra sem flokkaðir voru úr landi þrátt fyrir að hafa lögheimili á Íslandi.

Mikil fjölgun var í þessum hópi eftir árið 2018. Á sama tíma hófst samfelld aukning hjá konum með erlent ríkisfang á sama aldri, þó í minna mæli en hjá körlunum. Karlmenn með íslenskt ríkisfang á vinnualdri hafa sterkari tilhneigingu til þess að vera ranglega skráðir með lögheimili á Íslandi en konur með íslenskt ríkisfang á sama aldri en ofmat hefur nokkurn vegin staðið í stað á meðal einstaklinga með íslenskt ríkisfang á vinnualdri af báðum kynjum.

Lögheimilisskráning ekki lengur viðmiðið

Árið 2021 framkvæmdi Hagstofan manntal á Íslandi í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins eins og gert var í öðrum Evrópuríkjum og flestum löndum heims. Íslenska manntalið byggir á margs konar heimildum úr skráargögnum eins og annars staðar á Norðurlöndum en nánar er sagt frá aðferðum þess í greinargerð um manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021. Þegar metinn fjöldi íbúa á Íslandi í manntalinu var borinn saman við fjölda þeirra sem voru með lögheimili á Íslandi kom í ljós að metinn fjöldi manntalsins var um það bil 10 þúsund færri en skráðir íbúar í landinu.

Lögheimilisskráning Þjóðskrár Íslands hefur hingað til legið til grundvallar mannfjöldatölum Hagstofunnar en niðurstöður manntalsins 2021 gáfu tilefni til að endurskoða þá aðferð. Með því að nýta skattagögn, nemendagögn af öllum skólastigum, auk upplýsinga úr þjóðskrá fengust góðar vísbendingar um það hverjir væru líklega búsettir erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi.

Í ljós kom að munurinn hefur farið vaxandi frá því síðasta manntal var gert, og í raun frá árinu 2018, og var þann 1. janúar 2024 kominn upp í 15.245.

Hér má nálgast greinargerð um nýja aðferð Hagstofunnar við útreikningana. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EBS
    Elías Bragi Sólmundarson skrifaði
    Árni og Páll gátu þetta árið 1703. Þá vorum við 50358.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þetta hluti af frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins??
    Ótrúlega stór skekkja - í ekki stærra samfélagi en við erum talin vera!!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
2
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
8
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár