Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lægra verð fyrir Íslandsbanka fórnarkostnaður fyrir gagnsæi

Rík­ið gæti feng­ið minni pen­ing fyr­ir Ís­lands­banka með því að birta lista yf­ir alla kaup­end­ur eft­ir næstu sölu, sem er fyr­ir­hug­uð á þessu ári. Það sé „sá fórn­ar­kostn­að­ur sem við­bót­ar­skil­yrði um gagn­sæi get­ur haft í för með sér.“

Lægra verð fyrir Íslandsbanka fórnarkostnaður fyrir gagnsæi
Ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun brátt mæla fyrir frumvarpi um næstu skref í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Mynd: Golli

Fjármála- og efnahagsráðuneytið ætlar ekki, eftir að hafa farið yfir umsagnir, að víkja efnislega frá þeim fyrirætlunum um fyrirkomulag á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem kynnt voru í frumvarpsdrögum. Það verða þó gerðar viðbætur og leiðréttingar til að bregðast við varðandi framkvæmdaatriði. 

Eitt þeirra atriða sem gerð var athugasemd við í umsögn var að það væri of mikið gagnsæi fólgið í því að birta sundurliðaðar upplýsingar um alla þá sem munu kaupa hlut í Íslandsbanka í komandi söluferli. Sá sem gerði þá athugasemd var Arion banki, einn af störu bökunum þremur á Íslandi. Hann taldi að slíkt gagnsæi gæti falið í sér að færri myndu taka þátt í útboðinu en ella og að það fæli í sér sérreglu sem víki til hliðar almennri reglu um bankaleynd. 

Í skjali um niðurstöður samráðsins, sem dagsett er 18. mars og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, segir að ábending Arion banka sé hárrétt, og að það geti verið að birting á kaupendalistanum í heild sinni dragi úr áhuga á þátttöku. „Mögulegt er að þessi fyrirætlan muni verða til þess að verð eignarhlutarins verði lægra en ella og er það sá fórnarkostnaður sem viðbótarskilyrði um gagnsæi getur haft í för með sér. Ef aukin áhersla væri á meginregluna um hagkvæmni þá kæmi þetta skilyrði mun síður til greina.“

Ráðuneytið ætlar þó að taka tillit til ábendinga um að skylda til birta lista yfir alla kaupendur feli í sér sérreglu gagnvart bankaleynd. Það þurfi skýrlega að mæla fyrir því í frumvarpinu þegar það verði lagt fram. „Þetta sé mikilvægt með vísan til þess að hver og einn söluaðili þarf að halda áskriftarbók fyrir eigin viðskiptavini og leggja fram tilboð í eigin nafni til seljanda“.

Geti skapað orðsporsáhættu

Arion banki gerði líka athugasemdir við þá framkvæmd sem er boðuð, en samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi verður farið í opið útboð þar sem öllum, nema Íslandsbanka sjálfum, sem hafa heimild samkvæmt lögum til að sjá um almenn útboð stendur til boða að fara með söluumboð á eignarhlutum ríkisins. 

Bankanum sýndist, samkvæmt frumvarpsdrögum, að ekki væri gert ráð fyrir sérstöku samræmingarhlutverki við framkvæmd sölunnar, það er að einn aðili sé gerður að sérstökum umsjónaraðila útboðsins. Þess í stað virðist einungis ráðgert að ráðinn verði sérstakur umsjónaraðili tilboðsbóka. „Framangreint fyrirkomulag fer gegn viðteknum venjum á fjármálamarkaði og getur að óbreyttu leitt til þess að lægra verð fáist fyrir hlut ríkisins en ella.“

Fjármála- og efnahagsráðuneytið svarar því til í niðurstöðum sínum að gert sé ráð fyrir að ráðuneytið njóti fjármálaráðgjafar umfram það sem kveðið er á um í frumvarpsdrögunum sem birt voru. „Í þágu fyrirsjáanleika hefur verið bætt við drögin sérstakri heimild til að fela einum aðila eða fleirum að annast skipulagningu og yfirumsjón útboðsins.“

Gefa lítið fyrir gagnrýni á söluþóknun

Í frumvarpsdrögunum kom fram að söluþóknun vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætti að vera undir einu prósenti af heildarsöluverði. Ríkið metur að það geti fengið tæplega 97 milljarða króna fyrir eftirstandandi 42,5 prósent hlut sinn í bankanum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum stóð því til að greiða í mesta lagi tæplega milljarð króna í söluþóknun til þeirra sem sjá um söluna. 

Þetta fannst Arion banka allt of lítið og vísaði í tölur frá Hollandi sem sýndu að þóknanir sem greiddar voru fjárfestingarbönkum í tengslum við einkavæðingu evrópskra fyrirtækja með almennu útboði, hvers stærð var yfir 100 milljón evrum, frá árinu 2006 hafði verið að meðaltali 1,7 prósent af söluvirði. „Af því má leiða að þær þóknanir sem birtast í frumvarpsdrögunum séu undir Evrópsku meðaltali. Í þessu samhengi vill Arion banki hf. einnig benda á samspil við fjölda söluaðila í fyrirhuguðu útboði, en ljóst er að möguleg þóknun hvers og eins fjármálafyrirtækis lækkar eftir því sem fjöldi söluaðila eykst. Eftir því sem söluaðilum fjölgar aukast jafnframt líkur á því að framkvæmd útboðsins verði óskipulögð sem eykur líkur á því að þau fjármálafyrirtæki sem taka þátt í útboðinu verði fyrir orðspors- og álitshnekki. Slíkt, í samspili við lægri þóknanir, gæti leitt af sér að fjármálafyrirtæki, innlend sem erlend, sem mesta reynslu hafa af framkvæmd útboða sjái sér ekki í hag í því að taka þátt í útboðsferlinu.“

Í niðurstöðum samráðsins segir ráðuneytið að Arion banki, sem geri að því skóna að þóknanir sem frumvarpsdrögin gefi til kynna séu undir evrópsku meðaltali, og að fjöldi söluaðila kunni að leiða til þess að fjármálafyrirtækis sem mesta reynslu hafa af framkvæmd útboða sjái sér ekki í hag í því að taka þátt í útboðsferlinu, sé ekki á réttum slóðum í gagnrýni sinni. „Bankinn bendir til samanburðar á meðaltöl sem liggja fyrir hjá Netherlands Financial Investment („NLFI“), Um þetta er það að segja að meðaltöl NLFI eru vegna fyrstu sölu við skráningu, en hér er um sölu á þegar skráðum bréfum að ræða.“

Þá sé gert ráð fyrir að ráðherra geti falið aðila, einum eða fleiri, til að sjá um yfirumsjón með útboðinu og yrði þá samið um það sérstaklega.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu