Ég verð að trufla ykkur,“ byrjaði Anahita Babaei á fundi NAMMCO, samtaka hvalveiðiþjóða, á Hótel Grand í morgun. „Við munum ekki hætta fyrr en hvaladrápum er skipt út fyrir hvalavernd.“
Nokkrum mínútum síðar hafði henni, öðrum mótmælendum sem voru á staðnum, nokkrum almennum áhorfendum sem ekki voru í hópi mótmælenda og blaðamanni verið vísað út af fundinum sem átti að vera opinn almenningi.
NAMMCO, Norður-Atlantshafs-sjávarspendýraráðið, eru samtök landa sem stunda hvalveiðar – Noregs, Færeyja, Íslands og Grænlands. Þau lýsa sér sem alþjóðlegum samtökum „fyrir samvinnu um verndun, stjórnun og rannsóknir á hval- og hreifadýrum í Norður-Atlantshafi.“ Þriggja daga aðalfundur samtakanna hófst í dag og átti fyrsti dagurinn að vera opinn almenningi.
„Á fundinum verður fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem verndun og stjórnun sjávarspendýra á Norður- Atlantshafssvæðinu stendur frammi fyrir,“ sagði í fundarboði.
Sagðist innblásin af Kristjáni Loftssyni
Setið var …
Athugasemdir