Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Niðurfelling á máli Alberts kærð og KSÍ krafið um afsökunarbeiðni

Lög­mað­ur konu sem kærði lands­liðs­mann í fót­bolta fyr­ir nauðg­un gagn­rýn­ir lands­liðs­þjálf­ara Ís­lands harka­lega fyr­ir að segja að það yrðu „von­brigði fyr­ir Ís­land“ ef um­bjóð­andi henn­ar myndi kæra nið­ur­fell­ingu á máli lands­liðs­manns­ins.

Niðurfelling á máli Alberts kærð og KSÍ krafið um afsökunarbeiðni
Albert Guðmundsson Greint var frá því seint í síðasta mánuði að rannsókn á málinu hefði verið felld niður hjá embætti héraðssaksóknara. Mynd: AFP


Niðurfelling embættis héraðssaksóknara á rannsókn máls þar sem knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sakaður um nauðgun hefur verið kærð til ríkissaksóknara og óskað hefur verið eftir að niðurfellingin sæti endurskoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert, sendi til fjölmiðla í dag. 

Þar segir að með kærunni vilji umbjóðandi hennar leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. „Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum.“

í tilkynningunni gagnrýnir Eva líka Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) harkalega og segir að það skuldi umbjóðanda hennar afsökunarbeiðni. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir.“

Ummælin lét landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, falla á blaðamannafundi sem haldin var í lok síðustu viku vegna vals á landsliðshóps karla fyrir umspilsleik gegn Ísrael sem fer fram í þessari viku. Albert kom þá á ný inn í hópinn, en samkvæmt reglum KSÍ mega leikmenn sem eru til rannsóknar vegna meintra lögbrota ekki vera valdir. Hareide var spurður hvað myndi gerast ef niðurfellingin á máli Alberts yrði kærð og svaraði því til, samkvæmt frétt Vísis, að hann vildi helst ekki hugsa út í þann möguleika. Reglur KSÍ væru þó skýrar og þeim fylgi hann. „Ég verð að fylgja þeim reglum. Það breytir því ekkert. Þetta yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert.“

Eva segir í tilkynningunni að hún telji þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. „Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns.“

Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli séu nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.
Menja von Schmalensee
6
Aðsent

Menja von Schmalensee

Hvar eru um­hverf­is­mál­in í að­drag­anda kosn­inga?

„Síð­ustu ald­ir, en þó sér­stak­lega frá iðn­væð­ingu, hef­ur mann­kyn­ið geng­ið æ hrað­ar og með vax­andi offorsi fram gegn nátt­úr­unni með skelfi­leg­um af­leið­ing­um og er nauð­syn­legt að breyta um stefnu,“ skrif­ar Menja von Schma­len­see líf­fræð­ing­ur, sviðs­stjóri á Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands og formað­ur Fugla­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár