Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín og Lilja segja nei – Landsbankinn verður ekki seldur

For­sæt­is- og við­skipta­ráð­herra segja að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um í kjöl­far kaupa bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar fjár­mála­ráð­herra þess efn­is. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýstu marg­ir hverj­ir yf­ir furðu yf­ir ólík­um sjón­ar­mið­um ráð­herra í rík­is­stjórn­inni gagn­vart mál­inu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um fyrr í dag.

Katrín og Lilja segja nei – Landsbankinn verður ekki seldur
Katrín Jakobsdóttir fékk fjórar fyrirspurnir um kaup Landsbankans á TM í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Mynd: Golli

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu ráðherra ríkisstjórnarinnar svara um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Vakti það furðu hjá sumum þeirra að yfirlýsingar fjármálaráðherra stönguðust á við samþykktir formanna ríkisstjórnarinnar frá því fyrir tveimur árum.

Í gær var tilkynnt um áform Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, að kaupa TM af Kviku banka fyrir 28,6 milljarða króna. Í kjölfarið lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, yfir óánægju sinni með ákvörðunina í færslu á Facebook í gærkvöldi. Sagði hún að hún myndi ekki samþykkja þessi viðskipti nema ríkið myndi hefja sölu á hlut sínum í Landsbankanum. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku skýrt fram í ræðum sínum að ekki stæði til að selja hlut ríkisins í Landsbankanum.

„Það er algjörlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það er það sem þessi ríkisstjórn ákvað,“ sagði forsætisráðherra. Hún segist þeirrar eindregnu skoðunar að Landsbankinn skuli vera í eigu almennings áfram.

„Olía á verðbólgubálið“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virtist óánægð með það að auka ætti peningamagn í umferð um 28 milljarða króna með kaupunum á TM. „Það er ekki nóg með það heldur sendir bankastjóri Landsbankans í orðsins fyllstu merkingu fjármálaráðherra fingurinn og segir bara hreinlega að fjármálaráðherra komi þetta ekkert við, akkúrat ekki neitt.“

Vísaði Inga þar líklegast til ummæla Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, frá því fyrr í dag. Í samtali við mbl.is sagði Lilja Björk að bankinn myndi standa við kaupsamninginn þrátt fyrir opinbera gagnrýni fjármálaráðherra. 

Vildi Inga fá að vita hvaða „gjörningar og plott“ væru í gangi. „Ég get ég ekki betur séð en að sé verið að belgja út báknið og sé verið að stofna hér nýgerðum kjarasamningum í stórkostlega hættu með auknu peningamagni í umferð upp á tæpa 28 milljarða króna sem um leið heitir olía á verðbólgubálið,“ sagði hún. 

Inga ýjaði að því að verið væri að reyna að skera Kviku banka, sem ætlar að selja Landsbankanum TM, út úr „einhverjum skuldakröfum í einhverju plotti“ sem hún væri sjálf ekki búin að ná utan um.

Í svari sínu sagði Katrín Jakobsdóttir að bera þyrfti ákvörðunina undir Bankasýslu ríkisins, sem færi með hlut ríkisins í Landsbankanum. „Það er þannig sem þetta mál stendur.“

„Hvaða leikur er í gangi?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vísaði í fyrirspurn sinni til forsætisráðherra til yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna árið 2022 þar sem áhersla var lögð á óbreytt eignarhald ríkisins í Landsbankanum. Þetta gengi hins vegar í berhögg við yfirlýsingar fjármálaráðherra.

„Var ekkert að marka þessa yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna? Er það rétt að fjármálaráðherra sé bara að tala út frá sínum eigin hugðarefnum og í raun gegn ákvörðun formanna stjórnarflokkanna í þessum pistli sínum í gær? Hvers vegna er fjármálaráðherra að tala svona beint gegn yfirlýsingu formanna ríkisstjórnarflokkanna? Hvaða leikur er í gangi?“ spurði Þórhildur Sunna.

Í svari sínu sagði Katrín að yfirlýsing formannanna stæði. 

„Hvað er eiginlega að gerast hérna? 

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, finnst málið hið furðulegasta. Sagði hann að fjármálaráðherra stillti samstarfsflokkunum upp við vegg með ummælum sínum um einkavæðingu Landsbankans.

„Hvað er eiginlega að gerast hérna? spyr Sigmundur Davíð. „Hefur þetta mál ekkert verið rætt í ríkisstjórn? Er þetta bara skeytasending frá fjármálaráðherra af Facebook frá New York sem hæstvirtur forsætisráðherra gerir ekkert með og tekur ekkert mark á?“

Í svari sínu sagðist Katrín enn standa með yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá 2022 um óbreytt eignarhald í Landsbankanum. Sú stefna væri skýr og Sigmundur þyrfti ekki að efast um það né finnast það ruglandi. Mikilvægt væri að halda til haga að viðskipti sem þessi færu eftir ferlum og reglum. Eðlilegt væri að bera ákvörðunina undir Bankasýslu ríkisins. Það væri hennar afstaða gagnvart kaupum bankans á TM.

„Þetta bara kom upp akkúrat núna“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, innti Lilju eftir því hvort henni hugnaðist það að Landsbankinn keypti stórt tryggingafélag á sama tíma og stefna stjórnvalda væri að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði.

„Telur hæstvirtur ráðherra að þetta sé í samræmi við eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum? Og ef svo er ekki, telur hæstvirtur ráðherra að stjórnvöld geti með einhverjum hætti stöðva þessi áform Landsbankans út frá armslengdarsjónarmiðum?“

Svör Lilju voru svipuð og Katrínar, en hún sagði að hennar mati væri ríkið ekki að fara að einkavæða Landsbankann. Hún sagði þó að þessi þróun væri nýskeð og að hún ætti eftir að kynna sér málið betur.

„Ég á eftir að kynna mér það bara mun betur nákvæmlega hvernig þetta allt er og hvað Landsbanki Íslands er að hugsa og hvernig hann sér þetta fyrir sér. þannig að ég skal bara vera alveg hreinskilin – þetta bara kom upp akkúrat núna.“

Sigmar sagði þá að svör ráðherranna tveggja leiddu í ljós að alls óljóst væri hver áform ríkisstjórnarinnar væru.

„Menn tala algerlega í austur og vestur. Fjármálaráðherra sagði í gær að þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélagi yrði að stöðva nema að rætt yrði um sölu Landsbankans. Nú er hæstvirtur forsætisráðherra búinn að segja að það standi ekki til að selja Landsbankann nema mögulega þegar búið verður að selja Íslandsbanka. Maður klórar sér svolítið í kollinum yfir því hver næstu skref raunverulega verða.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEK
    Guðrún Emilía Karlsdóttir skrifaði
    Hvað gerði Bóndinn,jú hann leysti hnútanna og fjöigaði mjóikandi kúm í fjósi og fékk arð
    0
  • SS
    Sigmundur Sigmundsson skrifaði
    Hvað er í gangi hjá bankastjóra LI og bankasýslu forstjóranum ? Það er greinilega verið að losa einhverja gæðinga úr flækju og færa einhverja milljarða í vasa einkavina.Hvaða banki færi að selja slíkan gullmola sem TM á að vera ? Gott fyrir banka að eiga tryggingafélag ! Hví skildi Kvika banki selja gullkálfinn ?
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Landsbanki kaupir tryggingafélag, fríar skólamáltíðir! Nokkuð augljóst er, að ríkisstjórnarflokkarnir eru farnir að búa sig undir kosningar. Dæmum af þessu tagi á ugglaust eftir að fjölga með vorinu. Katrín þarf á góðum ágreiningi og kosningum að halda sem allra fyrst, ef bjarga á flokknum frá falli.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu