„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Ég hef óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook í kvöld.
Tilefnið er tilkynning sem birt var fyrr í kvöld um að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs.
Í tilkynningunni var haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, að bankinn starfi á samkeppnismarkaði …
Athugasemdir (2)