Evrópusambandið gæti gert 27 milljarða evra, eða því sem nemur fjórum billjónum íslenskra króna, af frystum eignum rússneska ríkisins og notað peningana til að fjármagna stríðið í Úkraínu.
Að sögn The Guardian er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tilbúin að leggja fram frumvarp þess efnis fyrir aðildarríki sambandsins bráðlega, jafnvel fyrir fund forsætisráðherra þeirra í Brussel næstkomandi fimmtudag.
Um 300 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 41 billjón króna, í eigu rússneska seðlabankans hafa verið frystir á Vesturlöndum. Eignirnar samanstanda mestmegnis af erlendum gjaldeyri, gulli og ríkisskuldabréfum.
The Guardian hefur eftir háttsettum embættismanni innan ESB að innistæður sem geymdar eru í Evrópu muni skila af sér 15 til 20 milljörðum punda í hagnað árin 2024–2027. Eru það á milli 2,6 og 3,5 billjónir króna. Talið er að innistæðurnar muni skila því sem nemur 356 til 534 milljörðum króna í hagnað árið 2024. Peningarnir gætu síðan farið beint til Úkraínu.
Embættismenn ESB eru vongóðir um …
Borðleggjandi dæmi.