Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þróun hlutabréfa skiptist í tvennt: Fyrir og eftir yfirtökutilboð í Marel

Hluta­bréfa­verð á Ís­landi lækk­aði heilt yf­ir um­tals­vert frá haust­mán­uð­um 2021 og fram í nóv­em­ber í fyrra. Þá átti sér stað drama­tísk valda­bar­átta um yf­ir­ráð yf­ir stærsta eig­anda Mar­el. Hún leiddi til óform­legs yf­ir­töku­til­boðs banda­rísks fyr­ir­tæk­is og mestu dags­hækk­un­ar á hluta­bréf­um í 15 ár.

Þróun hlutabréfa skiptist í tvennt: Fyrir og eftir yfirtökutilboð í Marel
Hættur Árni Oddur Þórðarson þurfti að hætta sem forstjóri Marel eftir áratug í því starfi þegar Arion banki gerði veðkall í bréfum hans. Árni Oddur kom svo að því að fá JBT til að gera óformlegt yfirtökutilboð í Marel sem leiddi til mikilla hækkana á virði bréfa félagsins, þar með talið þeirra sem hann á sjálfur. Mynd: Aðsend

„Þróun á verði hlutabréfa á síðasta ári má nánast skipta í tvennt; fyrir og eftir hið óformlega yfirtökutilboð í Marel.“ Þetta segir í nýbirtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. 

Þar er rakið að hlutabréfaverð hafa lækkað áfram á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, líkt og það hafði gert allt frá haustmánuðum 2021. Einungis sex af þeim 25 félögum sem skráð voru á aðalmarkaði á þeim tíma hækkuðu í verði áður en nóvember skall á, og bandaríska félagið John Bean Technologies Corporation (JBT) lagði fram óformlegt yfirtökutilboð í allt hlutafé Marels. Eftir að tilboðið var lagt fram, og til ársloka 2023, hækkaði hlutabréfaverð allra félaga á aðalmarkaði eða hélst nær óbreytt. Mest hækkuðu bréf í Marel, um alls 35 prósent, en þau höfðu þó lækkað um 28,3 prósent innan ársins áður en tilboðið var lagt fram.

Í ritinu Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag, segir að úrvalsvísitalan hafi hækkað um tæplega …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár