S
köpun kjarnorkusprengjunnar sem féll á Hiroshima og Nagasaki og kostaði hundruð þúsunda lífið var umfjöllunarefni sigurmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.
Voðaverk mannkynsins voru leiðarstef í mörgum þeim kvikmyndum sem hlutu náð fyrir Akademíunni þetta árið. Mynd breska leikstjórans Jonathan Glazer, The Zone of Interest, fékk verðlaun fyrir besta hljóð og var valin besta alþjóðlega myndin. Samtöl í myndinni eru á þýsku, en hún er tekin upp í Póllandi, rétt fyrir utan Auschwitz, útrýmingabúðir nasistanna. Aðalpersónur hennar eru Rudolf Höss, stjórnandi búðanna, og kona hans Hedwig, sem hafa búið sér til huggulegt lítið sveitalíf með börnum sínum með ekkert nema múrvegg til að skilja það frá þeim hörmungum sem eru lifibrauð þeirra.
En Glazer hefur sagt að myndin fjalli ekki aðeins um fortíðina, heldur …
Athugasemdir (1)