Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flestir ákváðu að skilja í nóvember

1.457 um­sókn­ir um skiln­að bár­ust sýslu­mönn­um um hjóna­skiln­að ár­ið 2023. Lang flest­ir skiln­að­ir urðuí nóv­em­ber, eða 180 sam­tals.

Flestir ákváðu að skilja í nóvember

„Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannaráði bárust sýslumönnum. 1457 umsóknir um hjónaskilnaði árið 2023.” Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um hjónaskilnað. Í skýrslunni eru mánuðurnir sundur liðaðir og þar gert ljóst hvort um hafi verið að ræða lögskilnað eða skilnaður að borði og sæng. 

Í töflunni má sjá að flestar umsóknir um skilnað bárust í nóvember á síðasta ári eða 180 talsins. Þar eftir bárust 145 umsóknir um skilnað í ágúst. Fæstar umsóknir um skilnað bárust í júlí eða 88 umsóknir samtals. 

Ný grein bættist við í lögum um hjónaskilnað á Íslandi á síðasta ári og tók hún gildi í júlí. Hjón sem eru sammála um að leita lögskilnaðar geta sótt um hann án milligöngu lögmanns. Þurfa hjónin að eiga engar sameiginlegar eignir né börn undir 18 ára aldri „eða hjón hafa náð samkomulagi um skipan forsjár fyrir börnum, um framfærslueyri og aðra skilnaðarskilmála.” 

Þróun giftingartíðni Íslendinga

Lang flestar hjónavígslur á hverja 1.000 íbúa voru árið 1874, eða 8,8. Þá voru hjónavígslurnar 1.891 í heildina. Lægsta tíðni hjónavígslna var árið 2014, en þá voru þær 4 á hverja 1.000 íbúa eða 1.314 hjónavígslur. Þeim fór fjölgandi eftir árið 2014 en lækkuðu aftur árið 2020. Þá voru hjónavígslur 5 á hverja 1.000 íbúa eða 1.831 hjónavígsla. Tölur Hagstofunnar ná ekki lengra aftur en til ársins 2020. 

Frjósemi á Íslandi

Frjósemi hefur aldrei mælst jafn lág á Íslandi líkt og hún gerði árið 2022. „Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2022 var 4.391 sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn,” kemur fram á vef Hagstofu.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár