Rokk er í tísku, rokk fer úr tísku, rappið kemur og fer, indítónlist blandast djassi, teknó blandast heimstónlist. Það er engin leið að vita fyrir fram hvernig hljómsveitir spila á Músíktilraunum, þessari langlífu hljómsveitakeppni sem hefur verið nær árviss viðburður síðan árið 1982, en það er alltaf gaman. Við tónlistarnördarnir hlökkum til í marga mánuði og teljum niður dagana og klukkustundirnar þegar stundin rennur loksins upp. Hvers vegna er svona gaman að fylgjast með þessari keppni? Við því er ekkert eitt svar, en fyrir mig er þetta eins og skráargat inní framtíðina þar sem öll flóra framtíðartónlistarfólk er að feta sín fyrstu spor og finna sinn tón og sína rödd. Það var því glaður tónlistarnörd sem kom sér þægilega fyrir í Norðurljósasal Hörpu.
Salurinn stóð sig vel
Hljómsveitin Ágúst taldi fyrst í. Hún skartar syngjandi bræðrum sem báðir hafa flottar raddir og radda líka vel. Tónlistin er aðgengilegt popp-rokk og …
Athugasemdir