Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fór með þrumuræðu fyrir bandaríska þingið í gærkvöldi. Biden nefndi Trump aldrei á nafn en vísaði stöðugt til hans sem forvera sinn og gagnrýndi hann harðlega ásamt því að undirstrika hin mörgu mál sem Biden hefur tekist að koma í gegnum þingið í forsetatíð sinni.
Öfugt við skynjun margra, innan Bandaríkjanna og utan, hefur Biden tekist ágætlega við að ná markmiðum sínum og helstu stefnumálum í gegnum Bandaríkjaþing sem er frægt orðið fyrir króníska getu sína við að stöðva öll mál. Forsetanum hefur þó tekist illa að selja kjósendum þá staðreynd, enda er óánægjan með störf Bidens mikil. Verðbólga hefur leikið marga grátt og situr enn í kjósendum ef marka má kannanir, þrátt fyrir að hún hafi lækkað hratt á síðasta ári og er nú lægri en í flestum ríkjum Evrópu.
Stefnuræða Bidens snerist þannig að miklu leyti um að sannfæra óánægja kjósendur og óákveðna um árangurinn …
Athugasemdir