Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gríðarleg aukning á útgefnum sérfræðileyfum til Víetnama síðastliðin þrjú ár

Fjöldi víet­namskra rík­is­borg­ara sem fengu út­gef­in dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli sér­fræði­þekk­ing­ar hef­ur marg­fald­ast síð­ustu þrjú ár­in. Rök­studd­ur grun­ur er um að at­hafna­mað­ur­inn Dav­íð Við­ars­son hafi nýtt sér þessa leið til að flytja fólk til lands­ins.

Gríðarleg aukning á útgefnum sérfræðileyfum til Víetnama síðastliðin þrjú ár
Mansal grunur er um að tiltekin tegund dvalarleyfa hafi verið nýtt til að flytja víetnamska þolendur mansals til landsins. Mynd: Golli

Undanfarin þrjú ár hafa 190 víetnamskir ríkisborgarar fengið útgefin dvalarleyfi á Íslandi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Langflestir þeirra komu til landsins í fyrra. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Heimildarinnar.

AukningMikill vöxtur hefur orðið á milli ára í dvalarleyfum á grundvelli sérfræðiþekkingar til víetnamskra ríkisborgara.

Dvalarleyfi sem þessi má veita til allt að fjögurra ára. Skilyrði útgáfu slíkra leyfa er að Vinnumálastofnun hafi veitt viðkomandi atvinnuleyfi. Fjöldi þeirra Víetnama sem fengið hafa slík dvalarleyfi samþykkt hefur tvöfaldast ár frá ári síðastliðin þrjú ár. 

Í fyrradag réðst lögreglan í umfangsmiklar aðgerðir vegna gruns um mansal, peningaþvott, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfemi. Húsleitir voru gerðar á 25 stöðum og fjölda fyrirtækja í eigu athafnamannsins Davíðs Viðarssonar var lokað. Þar á meðal voru allir veitingastaðir Pho Vietnam og Wok On auk hótelanna Kastali Guesthouse og Reykjavík Downtown Hotel. Davíð Viðarsson rekur einnig þrifaþjónustuna Vy-þrif.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starfsemi matvælafyrirtækja stöðvuð ef öryggi almennings er ógnað
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Starf­semi mat­væla­fyr­ir­tækja stöðv­uð ef ör­yggi al­menn­ings er ógn­að

Fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur seg­ir þau ekki bera skyldu til að upp­lýsa leigu­sala um nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits hjá leigu­taka. Nið­ur­stöð­urn­ar eru hins veg­ar öll­um að­gengi­leg­ar á vef eft­ir­lits­ins. Eng­inn veit­inga­stað­ur hef­ur kall­að eft­ir kerfi þar sem merk­ing­ar um nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins eiga að vera sýni­leg­ar á staðn­um sjálf­um. Slíkt sé þó reglu­lega til skoð­un­ar.
Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Ákall um hjálp frá starfsfólki Pho Vietnam - „Það er ekki komið fram við okkur eins og manneskjur“
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Ákall um hjálp frá starfs­fólki Pho Vietnam - „Það er ekki kom­ið fram við okk­ur eins og mann­eskj­ur“

Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stétt­ar­fé­lög­um og fleiri að­il­um barst hjálp­ar­beiðni fyr­ir tæpu ári þar sem því er lýst hvernig eig­andi Pho Vietnam læt­ur starfs­fólk sitt end­ur­greiða sér hluta laun­anna í reiðu­fé. Starfs­fólk sé einnig lát­ið vinna á öðr­um stöð­um en ráðn­ing­ar­samn­ing­ur þess seg­ir til um. Dval­ar­leyfi fólks­ins á Ís­landi er í fjög­ur ár bund­ið samn­ingi við vinnu­veit­and­ann.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár