Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Búrfellslundur innan áhrifasvæðis jökulhlaupa

Í verstu sviðs­mynd­um Veð­ur­stof­unn­ar varð­andi jök­ul­hlaup í kjöl­far elds­um­brota gæti Sult­ar­tanga­stífla brost­ið og áform­að vindorku­ver Lands­virkj­un­ar orð­ið fyr­ir áhrif­um af djúpu og straum­þungu vatni með mikl­um tjón­mætti.

Búrfellslundur innan áhrifasvæðis jökulhlaupa
Vindorka Tölvugerð mynd frá Landsvirkjun sem sýnir vindmyllur hins áformaða vindorkuvers að vetri. Mynd: Landsvirkjun

Vindorkuverið Búrfellslundur, sem Landsvirkjun áformar austan Sultartangavirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, er innan mögulegra áhrifasvæða jökulhlaupa vegna eldsumbrota undir Bárðarbungu, Köldukvíslarjökli og Sylgjujökli.

Á þetta bendir Veðurstofa Íslands í umsögn um tillögu að deiliskipulagi hins fyrirhugaða virkjunarsvæðis. Stofnunin segist hafa unnið  straumfræðilega líkanareikninga fyrir nokkrar mögulegar jökulhlaupasviðsmyndir. „Samkvæmt niðurstöðum reikninganna er möguleiki á að flóðvar í Sultartangastíflu, eða jafnvel stíflan sjálf bresti í verstu sviðsmyndum,“ segir í umsögninni. Áætlað uppbyggingarsvæði geti því farið á kaf „í djúpt og straumþungt vatn með miklum tjónmætti“. 

Möguleg jökulhlaup eru áætluð mun stærri en svo að afmarkaðir flóðfarvegir yfirfalls úr Sultartangalóni beri þau. 

Veðurstofan gerir sér grein fyrir því að virkjun vatnsorku í jökulám er í eðli sínu viðkvæm fyrir jökulhlaupum en bendir engu að síður á að áætluð staðsetning vindorkuvers á mögulegu áhrifasvæði jökulhlaupa fjölgi „orkufjöreggjum þjóðarinnar sem útsett eru fyrir sömu hættu“. Svo segir í umsögn stofnunarinnar: „Velta má fyrir sér hvort að minnka megi samfélagslega áhættu í orkumálum með því að sem fæstum orkuinnviðum stafi ógn af hverjum einum tilteknum náttúruváratburði.“

Sveitarfélagið Rangárþing ytra, sem auglýsti deiliskipulagið, fékk verkfræðistofuna Eflu til að svara framkomnum umsögnum. Efla leitaði aftur svara hjá Landsvirkjun sem segir marga flóðaútreikninga hafa verið gerða á framkvæmdasvæði Búrfellslundar. Hönnun verkefnisins taki mið af því að vindmyllurnar geti lent í straumvatni og eru hönnunarforsendur sagðar sérhannaðar með það í huga þar sem bæði er litið til veðurfarslegra flóða sem og jökulhlaupa.

Þó sé ekki litið til þeirra stærstu sem talin eru möguleg enda að mati Landsvirkjunar óraunhæft að hanna mannvirki sem standast flóð þar sem jörðin sjálf geti tekið umtalsverðum breytingum.

Þá taki  hönnunarforsendur vindmyllanna og tilheyrandi mannvirkja tillit til möguleika á stíflurofi og flóðvarsrofi. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár