Hjón frá Hollandi, sem höfðu átt herbergi á hótelinu Reykjavik Downtown Hotel í nótt, komu að hóteli sínu yfirgefnu þegar þau hugðust rita sig inn á sjötta tímanum í dag. Þau segjast mjög ringluð. „Við bókuðum herbergi fyrir nóttina sem við höfum nú þegar greitt fyrir. Þetta er mjög skrítið. Ætli það sé ekki lokað,“ segir Lax – sem kom til landsins fyrr í dag ásamt konu sinni Mariette.
Aðgerðir vegna gruns um mansal og peningaþvott
Hótelið sem um ræðir er staðsett á Skólavörðustíg og er í eigu Davíðs Viðarssonar sem einnig á Vy-þrif, veitingastaðina Wok On og Pho Vietnam, auk Kastala Guesthouse í Herkastalanum.
Fyrr í dag var greint frá umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV voru gerðar húsleitir á tugum staða um land …
Sjálf lokað