Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, virðist vera að íhuga forsetaframboð. Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma eru Íslendingar jákvæðari gagnvart því að Baldur verði næsti forseti en bæði Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.
Undirbúningur framboðs virðist hafinn
Í gærkvöldi mun hópur fólks hafa hist á heimili Baldurs og Felix Bergssonar, eiginmanns hans, til að fara yfir stöðuna varðandi mögulegt forsetaframboð. Valgeir, sem er reyndur auglýsinga- og markaðsmaður, kynnti á heimili hjónanna könnun sem hann lét gera. Könnunin mældi skoðun þjóðarinnar á framboði Baldurs.
Könnunin kannaði hversu jákvæðir Íslendingar væru gagnvart því að Baldur yrði næsti forseti Íslands. Var þar hugur þeirra einnig kannaður gagnvart öðrum mögulegum frambjóðendum, Höllu Tómasdóttur forstjóra og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi.
Þrátt fyrir að aðeins færri þekki Baldur en …
Annaðhvort þá eða Katrínu Oddsdóttur.