Eitursnjall óvinur Pútíns
Stjarna fædd Yulia Navalní ávarpaði Evrópuþingið aðeins fáum dögum eftir andlát eiginmannsins. Mynd: AFP
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Eitursnjall óvinur Pútíns

Í fleiri ár forð­að­ist Yulia Navalní sviðs­ljós­ið. Eft­ir dauða eig­in­manns­ins á hún hins veg­ar ekki leng­ur annarra kosta völ en að taka slag­inn. Við eng­an ann­an en Pútín.

Ástin mín, skrifaði hann til hennar á Valentínusardaginn. Þótt borgir, óveður og þúsundir kílómetra skilji okkur að, „þá finn ég fyrir nærveru þinni hverja sekúndu og ég elska þig sífellt heitar“.

Tveimur dögum síðar var hann dáinn. Maðurinn sem leiddi andófið gegn Pútín síðustu ár var skyndilega horfinn af sjónarsviðinu en eftir stendur ekkja hans, ástin hans, og heitir því að taka við hlutverki eiginmannsins, Alexei Navalnís. 

„Þessir andskotar fá aldrei að sjá tár okkar“
Yulia Navalní,
árið 2013.

„Ég vil að Pútín, hans fylgismenn, vinir og ríkisstjórn hans, viti að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar vegna þess hvernig komið er fyrir landi okkar, fjölskyldu minni og eiginmanni,“ sagði Yulia Navalní, er hún ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Þýskalandi, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að frést hafði af andláti eiginmannsins. „Ég hvet ykkur til að deila bræði minni. Bræði minni, reiði minni, hatri mínu á þeim sem dirfast að drepa framtíð okkar,“ sagði hún í ávarpi nokkrum dögum síðar, algjörlega sannfærð um að rússnesk stjórnvöld bæru ábyrgð á dauða Alexei. Að það væri sannarlega rangt að hann hefði einfaldlega veikst í alræmdasta fangelsi Rússlands í Síberíu, þremur árum eftir að hann var handtekinn. Þá nýbúinn að jafna sig eftir eiturefnaárás. 

Yulia Navalní á fjölmennum útifundi í Moskvu í apríl árið 2021 til stuðnings eiginmanninum, Alexei, sem þá var kominn í hungurverkfall í fangelsi.

Og nú er það hún sem margir horfa til. Ekkjunnar sem ætlar að nota reiðina sem morðið á eiginmanninum hefur kallað fram til að standa uppi í hárinu á Pútín. „Ég mun halda starfi Alexei Navalnís áfram. Halda áfram að berjast fyrir landinu okkar. Og ég býð ykkur að standa við hlið mér í þeirri baráttu,“ sagði hún við stuðningsmenn sína og alla sem vildu hlusta.

Alexei og Yulia kynntust árið 1998 er þau voru bæði í sumarfríi í Tyrklandi. Hún er hagfræðimenntuð og starfaði í banka en eftir að dóttir þeirra, Dasha, fæddist varð hún heimavinnandi. Síðar áttu þau soninn Zahar. Þrátt fyrir að vera klettur við hlið Alexei í hans pólitík í gegnum árin forðaðist hún það að vera sjálf í sviðsljósinu.

En það er nú allt breytt. 

ÁstúðAlexei strýkur vanga eiginkonunnar Yuliu í febrúar árið 2022 er hann hafði fengið ný réttarhöld. Yfirvöld höfðu dæmt hann fyrir spillingu og svo sagt hann hafa brotið skilorð með því að yfirgefa Rússland. Hann var því handtekinn við komuna þangað, eftir að hafa jafnað sig á eiturefnaárás sem hann varð fyrir. Alexei lést í haldi rússneskra yfirvalda um miðjan febrúar.

Skömmu áður en hún átti að flytja ávarp á þýsku öryggisráðstefnunni bárust henni tíðindin af dauða Alexei. Hún hafði val. Að hverfa til barna þeirra tveggja, sem eru orðin 23 og 15 ára, eða koma fram og nota þetta stóra alþjóðlega svið til að sýna andstæðingum eiginmannsins að baráttunni sé ekki lokið. Að hún ætli að halda henni áfram. 

Þeir sem til þekkja segja Yuliu ekki aðeins hafa deilt hugsjónum eiginmannsins heldur átt stóran þátt í að móta þær. „Þessir andskotar fá aldrei að sjá tár okkar,“ sagði hún árið 2013 er Alexei hafði verið dæmdur í fangelsi í fyrsta sinn. Er honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi árið 2020 skaust hún með hraði inn í kastljós fjölmiðla og barðist fyrir því að koma honum undir læknishendur erlendis. Hún þótti sýna fádæma stillingu við þær erfiðu aðstæður, sjálf veik af eitruninni, en sagði síðar að það hafi hún gert af nauðsyn. „Ef ég bugast, bugast allir.“

Á heimleiðEftir að hafa dvalið í Þýskalandi flugu Navalní-hjónin heim til Moskvu í janúar 2021. Alexei var handtekinn á flugvellinum og fékk aldrei frelsi sitt aftur.

Í þau skipti sem hún hefur komið fram frá andláti Alexei hefur hún sýnt sömu ákveðni og stillingu. Nú þegar hans nýtur ekki við verður það hennar rödd sem þarf að heyrast. Verkefnið fram undan er risavaxið. Því þrátt fyrir alþjóðlegar vinsældir Alexei er andspyrnuhreyfingin í Rússlandi margklofin, ekki aðeins hvað aðferðir og leiðir að settum markmiðum varðar, heldur er hún dreifð víða um heim í bókstaflegri merkingu. Tímar fjöldamótmæla í borgum Rússlands, sem Alexei stofnaði til og gerðu hann að áberandi stjórnarandstæðingi og um leið skotmarki Pútíns, eru líklega liðnir. Að minnsta kosti í bili. Yulia, sem hefur ekki enn komið til Rússlands eftir andlát eiginmannsins, verður því að finna nýjar leiðir, beita nýjum aðferðum, við að ná til fjöldans. 

StyrkurYulia Navalní í sal Evrópuþingsins nokkrum dögum eftir lát eiginmannsins.

Líkt og þegar eitrað var fyrir Alexei þurfti hún frá handtöku hans að láta að sér kveða, halda merkjum hans á lofti og vekja athygli á ömurlegum aðstæðum hans í fangelsinu. Á sama tíma þurfti hún að þola árásir úr ýmsum áttum, ekki síst í ríkisreknum fjölmiðlum heimalandsins þar sem reynt var að sverta mannorð hennar með alls konar brögðum. Hún hefur verið sögð handbendi vesturveldanna, ekki aðeins talskona vestrænna gilda. Sögð hafa haldið framhjá, því haldið fram að faðir hennar hafi verið njósnari og þar fram eftir götunum. Aðrir stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa tekið sumt af þessu trúanlegt og eru ekki æstir stuðningsmenn hennar. 

En á hún einhvern möguleika á því að sameina andstæðinga Pútíns? „Hún býr yfir meiri styrk en flest okkar,“ segir Alexander Zykov, einn helsti samstarfsmaður Alexei Navalní síðustu ár. „Mun hún ná árangri á hinu pólitíska sviði? Rússland hefur lengi haft þörf fyrir skapandi konu í stjórnmálum og sú þörf fer vaxandi. Þess vegna hef ég trú á Yuliu Navalní.“

En hvað vill hún sjálf?

„Með því að drepa Alexei þá drap Pútín hluta af mér, hálft hjarta mitt, hálfa sál mína,“ sagði hún í ávarpi á netinu nýverið. „En ég hef enn hinn helminginn og það segir mér að ég get ekki gefist upp núna. Að ég má ekki gefast upp.“

Kjósa
78
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár