Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

400 þúsund krónur sekt fyrir hálftíma dauðastríð

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að Hval hf fyr­ir brot á dýra­vel­ferð­ar­lög­um þeg­ar veiði­menn á skip­inu Hval 8 létu líða 29 mín­út­ur milli fyrsta og ann­ars skutuls. Það þýð­ir að það tók lang­reyð­ina fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Fleiri fyr­ir­tæki fengu stjórn­valds­sekt vegna brota á lög­um um dýra­vel­ferð.

400 þúsund krónur sekt fyrir hálftíma dauðastríð
Hvalur hf. „Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot.“ Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Í september á síðasta ári liðu 29 mínútur á milli fyrsta og ann­ars skutuls sem veiði­menn á skip­inu Hval 8 skutu í fyrstu lang­reyð­ina sem þeir drápu. Það þýð­ir að það tók hana fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Matvælastofnun (MAST) hefur nú sektað Hval hf. um 400.000 krónur fyrir brot á dýravelferðarlögum. „Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot.“

„Við sjáum það á myndatökunni að það líða 29 mínútur frá því að fyrsta skutlinum er skotið í dýrið þar til næsta skutli er skotið. Það er þessi töf á endurskoti sem við teljum mjög alvarlega,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, í samtali við Heimildina í september.

MAST stöðvaði veiðar á hvalveiðiskipinu Hval 8 þann 14. September. Ástæðan voru þessi brot á velferð dýra við veiðar á langreyði. 

Hvalur hf. sendi matvælaráðuneytinu bréf í lok janúar þar sem þeir óskuðu efnir endurnýjun leyfis til heimildar til veiða á langreyðum. Telur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Kristján Loftsson, „rétt og eðlilegt“ að leyfið verði til 5 ára en framlengist sjálfkrafa um eitt ár við lok hvers starfsárs, „eða þá hitt að leyfið sé a.m.k. til 10 ára“. Með því yrði tryggður „eðlilegur fyrirsjáanleiki“ í rekstri og starfsemi Hvals. 

Fleiri stjónvaldssektir

MAST lagði stjórnvaldssektir á fleiri fyrirtæki. „Sláturhús á Suðvesturlandi hlaut 160.000 krónu sekt fyrir að hafa látið fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað.“ Grísinn hafði fótbrotnað í flutningum til sláturhússins og hefði honum því átt að vera slátrað strax við móttöku. Annað sláturhús á Suðurlandi fékk sekt upp á 145.000 krónur fyrir að hafa fyrir mistök ekki svipt grís meðvitund og var blóðtæmdur fyrir aflífun. 

Sumarið 2023 var nautgripum haldið inni af þremur kúabúum á Vesturlandi í samtals 8 vikur, í stað þess að tryggja þeim útivist á grónu landi. Fengu fyrirtækin sekt upp á 350.000 krónur til 540.000 krónur. Réðust upphæðirnar meðal annars af fjölda nautgripa. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár