Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Danski utanríkisráðherrann í innkaupaferð

Lars Løkke Rasmus­sen ut­an­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur var ný­lega á Indlandi og heim­sótti stærsta sjúkra­hús lands­ins. Hann kvaðst von­ast til að ind­versk­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar vilji flytja til Dan­merk­ur þar sem mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­fólki. Slík­ar hug­mynd­ir hafa vak­ið gagn­rýni.

Í mörgum Evrópulöndum hefur árum saman verið mikill skortur á hjúkrunarstarfsfólki, einkum hjúkrunarfræðingum. Danmörk hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi og samkvæmt spá danska fjármálaráðuneytisins mun vanta um átta þúsund hjúkrunarfræðinga til starfa fram til ársins 2030. Sé horft lengra fram hækkar talan til muna. Ástæðurnar fyrir þessum skorti eru nokkrar, launin sögð of lág, vinnuálagið of mikið, vinnutíminn óhentugur (vaktavinna) og fleira mætti nefna. Síðast en ekki síst hefur ásóknin í nám ekki verið nægileg árum saman og þar við bætist að margir hjúkrunarfræðingar hætta í starfi langt fyrir aldur fram, eða leita í önnur störf.

Margoft rætt í þinginu en lítið gerst fyrr en nú

Ástandið á dönskum sjúkrahúsum, ekki síst mönnunarvandinn eins og það er orðað, hefur margoft verið rætt á danska þinginu, Folketinget. Þar hefur meðal annars verið rætt um  ráðningar hjúkrunarfólks frá fjarlægum löndum, einkum horft til Indlands og Filippseyja. Þær umræður hafa þó litlu skilað fyrr en nú.

Í janúar á þessu ári náði meirihluti flokka á þinginu samkomulagi um erlent vinnuafl í heilbrigðiskerfinu. Og að taka upp viðræður við stjórnvöld á Indlandi og Filippseyjum um samvinnu á þessu sviði.

Í samkomulagi danska þingsins var lögð áhersla á að Danmörk skyldi fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, um ráðningu erlends vinnuafls. Þegar samkomulagið var kynnt sagði Sophie Løhde heilbrigðisráðherra að þingmenn hefðu rætt ítarlega um hvort samkomulagið um ráðningu hjúkrunarfólks frá Indlandi og Filippseyjum færi í bága við leiðbeiningar WHO í þessum efnum. „Við hvorki megum né viljum eyðileggja heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu annarra landa, en bæði Indland og Filippseyjar hafa boðið fram og lýst vilja til samvinnu sem við virðum og þiggjum.“ 

Indlandsferð utanríkisráðherra

Danski utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen fór til Delhi á Indlandi 20. febrúar sl. Eftir að hafa setið ráðstefnu um öryggismál heimsótti utanríkisráðherrann stærsta sjúkrahús Indlands, All India Institute of Medical Science. Þar undirritaði ráðherrann samkomulag sem auðveldar indversku heilbrigðisstarfsfólki að flytja til Danmerkur. Við það tækifæri sagði Lars Løkke að samkomulagið væri beggja hagur. „Hér verða til fleiri menntaðir hjúkrunarfræðingar og í Danmörku fjölgar hjúkrunarfræðingum, þetta er win-win,“ sagði ráðherrann. 

Aðspurður sagði ráðherrann að menntun hjúkrunarfræðinga á Indlandi væri mjög sambærileg við menntunina í Danmörku. „Hér er kennt eftir sömu námsskrá og heima.“

„Þetta er win-win“
Lars Løkke Rasmussen

Vinay Preet Singh er framkvæmdastjóri menntastofnunarinnar Telt Health sem menntar indverska hjúkrunarfræðinga sem hyggja á störf erlendis. Hann greindi frá því að um þessar mundir væru við stofnunina tvö þúsund nemar sem að námi lokni færu til Bretlands. Hann sagði að á næsta áratug myndi vanta um eina milljón heilbrigðisstarfsfólks á Bretlandseyjum. Vinay Preet Singh tilkynnti á fundinum með Lars Løkke að hann vildi mjög gjarna taka þátt í að mennta hjúkrunarfræðinga sem hyggðu á störf í Danmörku. Hann sagði að meðal námsgreina þessa hóps yrði danska.

Streyma til annarra landa

Eins og nefnt var framar í þessum pistli að auk Indlands horfa dönsk heilbrigðisyfirvöld einkum til Filippseyja varðandi hjúkrunarfræðinga. Þaðan hefur á undanförnum árum verið stríður straumur hjúkrunarfræðinga til annarra landa, árið 2019 undirrituðu um 17 þúsund filippeyskir hjúkrunarfræðingar atvinnusamninga utan heimalandsins. Um það bil fimmtungur allra filippeyskra hjúkrunarfræðinga starfar erlendis. Yfirvöld á Filippseyjum hafa nú takmarkað fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga sem árlega fá heimild til starfa erlendis og miða nú við að árlega fái 5 þúsund slíkt leyfi.

Hefur miklar og alvarlegar afleiðingar

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hættu milljónir hjúkrunarfræðinga á Vesturlöndum störfum. Það hefur aukið eftirspurnina sem er núna tífalt meiri en hún var fyrir tveimur árum.

Howard Catton, framkvæmdastjóri International Council of Nurses, sem eru samtök hjúkrunarfræðinga í 130 löndum, sagði í viðtali við danska útvarpið að ýmis hátekjulönd, þar á meðal Danmörk, fari í innkaupaferðir til annarra landa. „Indland og Filippseyjar eru helstu útflytjendur heilbrigðisstarfsfólks, það hefur afleiðingar og veikir heilbrigðiskerfið í þessum löndum sem ekki mega við slíku,“ sagði Howard Catton. 

Árið 2019 voru 10,5 hjúkrunarfræðingar á hverja þúsund íbúa í Danmörku, á Filippseyjum voru þeir 4,8  og á Indlandi 1,7 á hverja þúsund íbúa. Þess má geta að á Indlandi vantar 2,4  milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást. Í áðurnefndu viðtali sagði Howard Catton ennfremur að innflutningur hjúkrunarfræðinga sé ekki langtímalausn. Þau lönd sem það gera ættu frekar að einbeita sér að fjölga nemum í eigin landi og búa þannig um hnútana að menntaðir hjúkrunarfræðingar hrökklist ekki úr starfi vegna álags og lágra launa.

Á Indlandi vantar 2,4 milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást.

Danskir hjúkrunarfræðingar hafa efasemdir

Kristina Robins, varaformaður samtaka danskra hjúkrunarfræðinga telur það ekki góða hugmynd að flytja inn í stórum stíl hjúkrunarfræðinga erlendis frá, slíkt veiki heilbrigðiskerfið í viðkomandi löndum. „Því fylgja margs konar áskoranir að fá erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa. Að minnsta kosti fimm þúsund danskir hjúkrunarfræðingar hafa hætt störfum á síðustu árum, hærri laun og betri vinnuaðstæður gætu fengið hluta þessa hóps til að snúa til baka. Það væri betri lausn en að leita til fjarlægra landa,“ sagði Kristina Robins.

Þess má í lokin geta að í nýgerðum kjarasamningi danskra hjúkrunarfræðinga er gert ráð fyrir talsverðri launahækkun á næstu þremur árum. Að sögn talsmanns hjúkrunarfræðinga er þetta viðurkenning stjórnvalda á baráttu fyrir bættum kjörum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár