Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísað á götuna með átján mánaða dóttur

Precious Lor­rence og átján mán­aða dótt­ur henn­ar Söruh var vís­að á göt­una á þriðju­dag­inn og mæðg­urn­ar svipt­ar allri þjón­ustu, seg­ir Precious og talskon­ur tveggja hjálp­ar­sam­taka.

Vísað á götuna með átján mánaða dóttur
Í strætó Mæðgurnar Precious Lorrence og Sarah. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ég hélt að það væri alveg búið að sverja að hér yrðu ekki börn á götunni,“ segir Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris um mál Precious Lorrence og dóttur hennar Söruh sem voru á þriðjudag sviptar allri þjónustu og sendar úr húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni, að sögn Precious, Morgane Priet-Mahéo, hjá Rétti barna á flótta, og Semu. 

Mæðgurnar áttu ekki í nein hús að venda svo þær leituðu til Solaris. Fulltrúi samtakanna bókaði fyrir þær hótelherbergi til bráðabirgða svo mæðgurnar þyrftu ekki að sofa á götunni. 

Þær geta ekki sótt í neyðarskýli Rauða krossins því þar er einungis tekið á móti fullorðnu fólki en almennt á ríkið ekki að þjónustusvipta hælisleitendur ef börn eru í spilinu. 

Það hefur þó verið gert við Precious og Söruh, sem er eins og hálfs árs gömul. Vert er að taka fram að mál þeirra er ekki einfalt hælismál og er ekki skýrt hvort Precious sé skilgreind þannig að hún sé inni í hæliskerfinu eður ei.

Komu aftur þrátt fyrir þriggja ára bann

Heimildin fjallaði ítarlega um mál mæðgnanna í síðasta tölublaði en þær eru upprunalega frá Nígeríu. Þær flúðu hingað frá Ítalíu með föður Söruh en var hafnað um hæli og vísað frá landi í lögreglufylgd 28. janúar síðastliðinn. Þau fengu þriggja ára endurkomubann til Íslands. 

Samt komust mæðgurnar, án föðurins, aftur hingað til lands 30. janúar. Precious segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi alls ekki getað hugsað sér að fara út af flugvellinum. Hún segist hafa verið neydd í vændi á Ítalíu og var hrædd um að konan sem neyddi hana í vændið myndi finna hana í Róm. Eins og fram kom í umfjöllun Heimildarinnar í síðustu viku er nokkuð um að nígerískar konur sem hingað leita eftir dvöl á Ítalíu hafi verið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra.

Precious lagði inn hælisumsókn skömmu eftir að þær mæðgur komu hingað en umsókninni var hafnað innan nokkurra daga. Hún segist þó hafa fengið að dvelja í húsnæði ríkislögreglustjóra Í Bæjarhrauni, húsnæði sem samtökin Réttur barna á flótta hafa gagnrýnt harðlega að barnafjölskyldur séu hýstar í. 

Precious er sem stendur ekki með virka hælisumsókn í kerfinu og er því ekki skýrt hvort hún falli inn í kerfi hælisleitenda eður ei. Mögulega gæti staða hennar flokkast undir sérstaka stöðu útlendings og er Morgane Priet-Mahéo hjá Rétti barna á flótta nú að kanna hvort Reykjavíkurborg geti aðstoðað hana á þeim grundvelli.

Eigi ekki að fá þjónustu í ólögmætri dvöl

Í svari upplýsingafulltrúa stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu manneskju sem kemur hingað þrátt fyrir endurkomubann og er hafnað segir:

Fólk í þessari stöðu er hér í ólögmætri dvöl og fær þar af leiðandi ekki þjónustu á meðan það dvelur hér á landi. Viðkomandi er á eigin vegum.

Getur manneskja í slíkri stöðu leitað í einhver úrræði á vegum hins opinbera? 

 

„Sveitarfélögin veita útlendingum í sérstakri aðstöðu aðstoð,“ segir í svari frá upplýsingafulltrúans, Marínar Þórsdóttur. Hún segir að að viðurlög við endurkomu þrátt fyrir endurkomubann séu sú að fólki sé vísað úr landi. 

„Það er hlutverk lögreglustjóra á Suðurnesjum eða ÚTL að frávísa fólki. Dæmi eru um að fólk fari í gæsluvarðhald, þá dvelja aðrir á eigin vegum þar til fólk fer af landinu.“

Þrátt fyrir þessi svör stoðdeildarinnar segist Precious hafa fengið þjónustu, bæði í húsnæðinu í Bæjarhrauni og með vikulegri framfærslu. Hún segir að nú sé búið að stöðva þá framfærslu og að þeim Söruh hafi verið vísað úr Bæjarhrauni þegar hún neitaði að yfirgefa Ísland á eigin spýtur. 

Ósátt„Það er forkastanlegt að setja fólk í þessa stöðu,“ segir Sema Erla.

Gefi skýra mynd af hryllingnum

Sema Erla segir að sú staðreynd að Precious sé enn hér þrátt fyrir húsnæðis- og framfærsluleysi gefi skýra mynd „af hryllingnum sem bíður hennar á Ítalíu og jafnvel í Nígeríu ef hún verður send frá Ítalíu þaðan.“

„Það er forkastanlegt að setja fólk í þessa stöðu. Ég held að það að hún grípi til þessa örþrifaráðs segi okkur nógu mikið um stöðuna,“ segir Sema Erla. 

Í sumar var útlendingalögum breytt með þeim hætti að hælisleitendur sem neita að yfirgefa Ísland af sjálfsdáðum voru sviptir bæði þjónustu og húsnæði um 30 dögum eftir að þeir fengu endanlega synjun. Aftur á móti segir í lögunum að ekki sé heimilt að fella niður réttindi barna og foreldra þeirra.

Er þetta í fyrsta sinn sem þið aðstoðið móður með barn eftir að þessar breytingar voru gerðar um þjónustusviptingu? 

„Því hefur ítrekað verið hótað, að svipta foreldra þjónustu og setja börn á götuna en það hefur yfirleitt verið hægt að koma í veg fyrir það á lokametrunum. Þetta er allavega eina dæmið sem ég veit um akkúrat núna þar sem er barn í þessari stöðu á götunni,“ segir Sema. 

Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að vísa móður og barni á götuna, sérstaklega þar sem ráðherrar hafi áður sagt að slíkt ætti ekki að eiga sér stað. 

„Stjórnvöld eru að ganga á bak orða sinna [...]. Þetta er ekkert annað en enn ein birtingarmynd þessa kerfisbundna rasisma hjá þessari ríkisstjórn þar sem þetta beinist alltaf gegn fólki frá Miðausturlöndum og Afríku. Það er átakanlegt að horfa upp á þetta aftur og aftur, þetta er bara hryllingur.“

MæðgurSöruh líður vel, þrátt fyrir allt, segir Precious.

Segir stjórnvöld stefna Precious í hættu

Precious og Söruh var upphaflega neitað um vernd vegna þess að þær höfðu dvalarleyfi á Ítalíu. Sema telur ekki skýrt hvort Precious yrði jafnvel vísað frá Ítalíu og til Nígeríu   ef henni er vísað héðan til Ítalíu.

„Ítalir vilja ekki lengur taka á móti Dyflinnarmálum – einfaldlega vegna þess að kerfið ræður ekki við það,“ segir Sema. Hún telur að yfirvöld á Ítalíu myndu ekki endilega grípa Precious þar úti. 

„Hún hefur greinilega hvorki vernd né stuðningsnet á Ítalíu svo hún mun vera neydd út í frekara mansal hvort sem það er á Ítalíu eða Nígeríu. Það er ekkert leyndarmál hver staða þessara nígerísku kvenna er á Ítalíu,“ segir Sema. „Fólk þarf að grípa til örþrifaráða. Við erum í raun að stefna henni í hættu líka með þessari framkomu.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Þessi framkoma við móður og ungt barn í neyð er íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar.
    1
  • Bjarni Þór Þórarinsson skrifaði
    Í forríku landi líðst þessi grimmd... Hjartalaust í svokölluðu kristnu samfélagi, sleggjusamfélag hinna hörðu... ekki í mínu nafni.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár