Listrænn leikstjóri á leið til Hollywood
Helena Stefánsdóttir Helena Stefánsdóttir flýgur senn til Hollywood og afsannar kannski að svokallaðar listrænar myndir eigi ekki erindi þangað. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Listrænn leikstjóri á leið til Hollywood

Helena Stef­áns­dótt­ir frum­sýndi ný­lega kvik­mynd­ina Natatori­um – heit­ið merk­ir sund­höll eða inn­isund­laug. Natatori­um er fyrsta kvik­mynd­in henn­ar í fullri lengd en Helena bæði skrif­aði hand­rit og leik­stýrði mynd­inni.

Natatorium var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam og hefur jafnframt verið valin inn á South by Southwest hátíðina í Bandaríkjunum. Í mjög góðri umsögn Hollywood Reporter segir að myndin sé bæði glæsileg og skrýtin en um leið altæk saga um þögn í sjálfsvörn og ótta. Drama með listrænu yfirbragði og anda hryllings.

Ég var búin að skrifa handrit að stuttmynd um hálfsystkini sem verða smá skotin í hvort öðru. Svo, smám saman, fannst mér eins og það þyrfti að vera stærri saga, en ekki stuttmynd. Þá sá ég fyrir mér mynd af þessum málsverði – þar sem allir eru glaðir á yfirborðinu en undir niðri kraumar allt. Og þau neita að horfast í augu við það sem kraumar undir eða geta það ekki, segir Helena og nefnir því næst að hún hafi jafnframt lesið smásögu eftir vinkonu sína, að nafni Celeste Ramos, sem heitir Swim.

Í …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár