Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
Strætó „Það er mjög erfitt að heyra þetta,“ segir framkvæmdastjóri Strætó. Mynd: Davíð Þór

„Hún varð svo hrædd. Hún segist aldrei ætla aftur í strætó,“ segir móðir unglingsstúlku sem varð fyrir alvarlegum hótunum um gróft ofbeldi þegar hún var að taka strætó heim til sín úr Kringlunni.

Það var síðdegis laugardaginn 10. febrúar sem stúlkan tók strætó númer 13 úr Kringlunni með vinkonu sinni. Þegar þær voru komnar inn í vagninn mættu þær hópi stráka, sex talsins, sem spurði þær um símanúmer og hvort þær vildu verða kærustur þeirra. Stelpurnar reyndi að láta sem þær heyrðu ekki í strákunum, fóru að tala saman og hlæja. Strákarnir töluðu ensku og spurði einn þeirra hvort þær væru að hlæja að þeim því þeir væru „dark“ eða hörundsdökkir. Áfram reyndu stelpurnar að veita þeim enga athygli en önnur þeirra er sjálf dökk á hörund. 

Taldi sig vera örugga

Þegar kom að stoppistöð annarrar stúlkunnar spurði hún vinkonu sína hvort hún vildi ekki bara koma með út þó …

Kjósa
55
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hrafn Magnússon skrifaði
    Þetta með að hóta að nauðga stúlkuni og móður hennar, hljómar svo kunnuglega. Í Svíþjóð virðast slíkar hótanir vera frekar regla en undantekning hjá hópum ungra múslíma karla af erlendu bergi brotnir sbr. Jag skal knulla din mamma. Þetta er kanski einhverskonar hefð frá þeirra heimahögum?
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Það er ekki nóg að segja „því miður”. Heimildin mætti gjarnan fylgja þessu eftir með því að heyra aftur í Jóhannesi Svavari (ef það hefur ekki þegar verið gert). Það er algjör lágmarkskrafa að öryggi farþega, ekki síst barna, sé tryggð í strætó. Ef það kostar öryggisvörslu verður svo að vera. Þeim sem gerast brotlegir við reglur strætó um ofbeldishegðun (sem vonandi eru til) á umsvifalaust að vísa úr vagninum og/eða að kalla til lögreglu. Sekt og bann þarf að fylgja, jafnvel harðari viðurlög. Strætó er fararmáti fjölda barna, ungmenna og kvenna, fatlaðra og aldraðra, fólks með áfallastreituröskun vegna fyrra ofbeldis og fjölda annars fólks sem getur orðið ofsahrætt andspænis ofbeldishefðun.
    0
  • Theresa Arnadottir skrifaði
    OK ma alveg reka þessar ut ur landi, eg stend med stulkunni, ósættanlega hegdun. Og ekki bjodanlegt, og strætobilstjorin hefdi att ad gera eittthvad meira í þessu, , i hans huga þa hefur hans hugsun verid, þetta eru bara strakar sem er ekki gott, grunar mig hafid verid hans hugsun vist hann sagdi ekkert meira enn segja latid stelpuna i fridi. Er hissa a folkinu lika i stræto hafa ekki gert neitt til hjalpa stelpunni meira.

    Lika slæmt hvad þessi strakar koma illu ordi a adra sem koma fra sama landi sem eru godir. Bitna a svo mörgum ödrum ut af þeim. Þessvegna segir eg alltaf a ekki lata bitna a heilli þjod ut fra hegdun sumar. Enn ma alveg reka þessar ur landi ef þeir skilja ekki ad svona kemur madur ekki fram vid adra og hota, þa geta bara fari burt ur landi.

    Ég styd flotta og hælisleitendu og þad mun ekki breytast enn eg styd ekki þa sem koma hingar og brjota af ser eins og þessi strakar gerdu gagnvart stelpunni.
    -1
  • ÞR
    Þollý Rósmunds skrifaði
    Nú er það þannig að það eru erlendir vagnstjórar farnir að keyra ýmsar leiðir. Fjöldi Pólverja keyra strætó og eru þeir yfirleitt mjög almennilegir. En mér brá óneitanlega dálítið þegar ég varð þess vör að menn sem líta út fyrir að vera frá Mið- austurlöndum ( kannski Sýrlandi eða Palestínu ) eru farnir að keyra leið 17. Hversu öruggar geta unglingsstúlkur sem lendi í áreiti frá svona strákahópum í strætó verið þegar vagnstjórinn er kannski samlandi þeirra? Já eða skyldmenni?
    -8
    • En hvað gerist þegar vagnstjóri er íslenskur..ss samlandi þeirra sem áreita og skyldmenni þeirra?
      1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Sé rétt frá greint, hefur bílstjórinn algerlega brugðist skyldu sinni. Þarna þurfa forstöðumenn strætós að taka á málum, þannig að bílstjórar þeirra séu viðbúnir, þegar svona atvik koma upp. Óhæfum bílstjórum ber að víkja úr starfi. Biðskýli þurfa að vera vöktuð.
    5
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Þetta er hræðileg lýsing og sorgleg. En árásir af þessu tagi virðast færast í aukana einkum á biðstöðum í strætóskýlum þar sem unglingsstúlkur bíða eftir vögnum nálægt Laugardalnum en margar ungar stelpur sækja íþróttir þangað.
    4
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það eru sem sagt til myndbandsupptökur af þessum strákum. Og á ekki að gera neitt meira?
    18
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      6 strákar að áreita 2 14 ára stúlkur. Hvað ætli væri hæfileg refsing á þessar kempur?
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár