Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum

„Það er fjall­að um heim­greiðsl­ur, ég myndi segja með mjög já­kvæð­um for­merkj­um en skaut­að fram­hjá nei­kvæð­um hlið­um,“ seg­ir Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor og að­júnkt í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands. Hún gerði greina­gerð um það hvernig jarð­veg­ur skap­að­ist fyr­ir heim­greiðsl­ur í Ís­lensku sam­fé­lagi á til­tölu­lega stutt­um tíma. Hún seg­ir ríkja þögn um kynj­að­ar af­leið­ing­ar heim­greiðslna.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum
Kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Heimgreiðslur verða einhver svona plástur, en það var aldrei talað um þær afleiðingar sem þessi plástur getur haft til langs tíma,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Sunna safnaði umfjöllunum um leikskólamál í fjölmiðlum á Íslandi frá 2020 til 2022 og gerði greiningu á þeim gögnum sem hún safnaði. Greininguna vann hún í samstarfi með Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni, prófessor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Þau skoðuðu sérstaklega heimgreiðslur og hvernig jarðvegur skapaðist fyrir heimgreiðslur í Íslensku samfélagi á tiltölulega stuttum tíma.

„Heimgreiðslur eru einhvern vegin skilgreindar sem einhver plástur á leikskólakerfið sem er ekki að ná að uppfylla þær kröfur sem við setjum á það og hvað það þýðir fyrir stöðu kynjanna og jafnréttismál í víðara samhengi.“

Heimgreiðslur sem ákveðin lausn

Sunna segir það skýrt í gögnunum upp úr hverju umfjöllunin fyrir heimgreiðslunum sé sprottinni.

„Það er í raun og vera bara þessi leikskólavandi sem er svo mikið til umfjöllunar mjög reglulega í fjölmiðlum. Þá erum við að vísa í að það er svo kallað umönnunarbil á Íslandi, þar sem það er ekki brúað þetta bil milli fæðingarorlofs og leikskóla.“

Á þessum tíma sem Sunna skoðaði komu fram ákveðin pólitísk loforð að það átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. „Á sama tíma verður hnignun í dagforeldrakerfinu sem var það kerfi sem brúaði bilið að einhverju leiti.“ Varð það til þess að það var erfitt fyrir foreldra að fá dagvistunarpláss fyrir börnin sín og þannig var hart tekist á um hvað og hvernig leikskóli eigi að vera. 

„Það er þessi jarðvegur sem skapar heimgreiðslur sem þá ákveðna lausn. Eitthvað sem getur komið til að hjálpa foreldrum. Í raun og veru það sem birtist í okkar greiningu er það að heimgreiðslur eru þannig skilgreindar sem eitthvað sem að er best fyrir börnin. Betra fyrir börnin heldur en að vera á leikskóla og líka þessi svona praktíska pæling að ef að ungu börnin eru bara heima með foreldrunum sínum þá er meira pláss fyrir eldri börnin á leikskólunum.“

Þögn um kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna

Sunna segir að mikil þögn sé um kynjaðar afleiðingar af heimgreiðslum. „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Hún segir það vera oft mæður í lægri stéttarstöðu og innflytjendamæður. 

Heimgreiðslurnar telur hún festa í sessi ákveðna hugmynd um að konur eiga að vera heimavinnandi fram eftir öllu. Þetta ýti einnig undir þá hugmynd að það sé sjálfsagt mál að það sé best fyrir börnin að vera heima. „Þetta talar inn í mjög öfluga umræðu um þessar mundir í íslensku samfélagi um að tengsl foreldra og barna séu í einhverri hættu. Að við höfum kannski gengið of langt í jafnréttinu þannig að nú þurfum við aðeins að fara að bakka.“

„Það sem er áhugavert er að það er ekkert fjallað um það í þessari umfjöllun hversu mikill sparnaður þetta er fyrir sveitarstjórnaryfirvöld vegna þess að ef þú hugsar um bara leikskólapláss, hvað það kostar miðað við það að borga mæðrum á bilinu 100 til 150 þúsund krónur á mánuði.“

Hún segir það hafa vantað í umræðuna að fjalla um þær efnahagslegu forsendur foreldra að láta heimilisbókhaldið ganga upp, þegar annar aðilinn er á lágum bótum. „Þannig að það er fjallað um heimgreiðslur, ég myndi segja með mjög jákvæðum formerkjum en skautað fram hjá neikvæðum hliðum.“

Afmarkaður hópur sem þiggur greiðslurnar

„Við erum ekkert að finna upp hjólið. Það er bara mjög auðvelt fyrir þau sem eru að taka ákvarðanir á sveitastjórnarstiginu að skoða reynsluna frá nágrannalöndunum þannig að það þarf ekkert að grafa neitt rosalega djúpt til þess að komast að því að heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna og það er afmarkaður hópur sem að þiggur þær.“

Sunna telur að það sé kannski eðlilegt að umfjöllunin sé jákvæð þegar að foreldrar eru að kalla eftir einhverjum úrræðum. Þá er 100 þúsund krónur betra en ekki neitt. 

„Kannski erum við að setja orkuna í einhverja svona plástra sem að þjóna ekki hagsmunum okkar til lengri tíma litið.“ 

„Það er svo augljóst finnst mér að þetta umönnunarbil sé eitthvað sem við þurfum að finna leiðir til að brúa bilið með hætti sem hentar öllu fólki. Ekki bara millistéttarfólki með sveigjanlegan vinnutíma og rosalega gott bakland og háar innistæður inn á bankabókinni sinni, heldur öllum.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár