Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum

„Það er fjall­að um heim­greiðsl­ur, ég myndi segja með mjög já­kvæð­um for­merkj­um en skaut­að fram­hjá nei­kvæð­um hlið­um,“ seg­ir Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor og að­júnkt í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands. Hún gerði greina­gerð um það hvernig jarð­veg­ur skap­að­ist fyr­ir heim­greiðsl­ur í Ís­lensku sam­fé­lagi á til­tölu­lega stutt­um tíma. Hún seg­ir ríkja þögn um kynj­að­ar af­leið­ing­ar heim­greiðslna.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum
Kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Heimgreiðslur verða einhver svona plástur, en það var aldrei talað um þær afleiðingar sem þessi plástur getur haft til langs tíma,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Sunna safnaði umfjöllunum um leikskólamál í fjölmiðlum á Íslandi frá 2020 til 2022 og gerði greiningu á þeim gögnum sem hún safnaði. Greininguna vann hún í samstarfi með Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni, prófessor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Þau skoðuðu sérstaklega heimgreiðslur og hvernig jarðvegur skapaðist fyrir heimgreiðslur í Íslensku samfélagi á tiltölulega stuttum tíma.

„Heimgreiðslur eru einhvern vegin skilgreindar sem einhver plástur á leikskólakerfið sem er ekki að ná að uppfylla þær kröfur sem við setjum á það og hvað það þýðir fyrir stöðu kynjanna og jafnréttismál í víðara samhengi.“

Heimgreiðslur sem ákveðin lausn

Sunna segir það skýrt í gögnunum upp úr hverju umfjöllunin fyrir heimgreiðslunum sé sprottinni.

„Það er í raun og vera bara þessi leikskólavandi sem er svo mikið til umfjöllunar mjög reglulega í fjölmiðlum. Þá erum við að vísa í að það er svo kallað umönnunarbil á Íslandi, þar sem það er ekki brúað þetta bil milli fæðingarorlofs og leikskóla.“

Á þessum tíma sem Sunna skoðaði komu fram ákveðin pólitísk loforð að það átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. „Á sama tíma verður hnignun í dagforeldrakerfinu sem var það kerfi sem brúaði bilið að einhverju leiti.“ Varð það til þess að það var erfitt fyrir foreldra að fá dagvistunarpláss fyrir börnin sín og þannig var hart tekist á um hvað og hvernig leikskóli eigi að vera. 

„Það er þessi jarðvegur sem skapar heimgreiðslur sem þá ákveðna lausn. Eitthvað sem getur komið til að hjálpa foreldrum. Í raun og veru það sem birtist í okkar greiningu er það að heimgreiðslur eru þannig skilgreindar sem eitthvað sem að er best fyrir börnin. Betra fyrir börnin heldur en að vera á leikskóla og líka þessi svona praktíska pæling að ef að ungu börnin eru bara heima með foreldrunum sínum þá er meira pláss fyrir eldri börnin á leikskólunum.“

Þögn um kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna

Sunna segir að mikil þögn sé um kynjaðar afleiðingar af heimgreiðslum. „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Hún segir það vera oft mæður í lægri stéttarstöðu og innflytjendamæður. 

Heimgreiðslurnar telur hún festa í sessi ákveðna hugmynd um að konur eiga að vera heimavinnandi fram eftir öllu. Þetta ýti einnig undir þá hugmynd að það sé sjálfsagt mál að það sé best fyrir börnin að vera heima. „Þetta talar inn í mjög öfluga umræðu um þessar mundir í íslensku samfélagi um að tengsl foreldra og barna séu í einhverri hættu. Að við höfum kannski gengið of langt í jafnréttinu þannig að nú þurfum við aðeins að fara að bakka.“

„Það sem er áhugavert er að það er ekkert fjallað um það í þessari umfjöllun hversu mikill sparnaður þetta er fyrir sveitarstjórnaryfirvöld vegna þess að ef þú hugsar um bara leikskólapláss, hvað það kostar miðað við það að borga mæðrum á bilinu 100 til 150 þúsund krónur á mánuði.“

Hún segir það hafa vantað í umræðuna að fjalla um þær efnahagslegu forsendur foreldra að láta heimilisbókhaldið ganga upp, þegar annar aðilinn er á lágum bótum. „Þannig að það er fjallað um heimgreiðslur, ég myndi segja með mjög jákvæðum formerkjum en skautað fram hjá neikvæðum hliðum.“

Afmarkaður hópur sem þiggur greiðslurnar

„Við erum ekkert að finna upp hjólið. Það er bara mjög auðvelt fyrir þau sem eru að taka ákvarðanir á sveitastjórnarstiginu að skoða reynsluna frá nágrannalöndunum þannig að það þarf ekkert að grafa neitt rosalega djúpt til þess að komast að því að heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna og það er afmarkaður hópur sem að þiggur þær.“

Sunna telur að það sé kannski eðlilegt að umfjöllunin sé jákvæð þegar að foreldrar eru að kalla eftir einhverjum úrræðum. Þá er 100 þúsund krónur betra en ekki neitt. 

„Kannski erum við að setja orkuna í einhverja svona plástra sem að þjóna ekki hagsmunum okkar til lengri tíma litið.“ 

„Það er svo augljóst finnst mér að þetta umönnunarbil sé eitthvað sem við þurfum að finna leiðir til að brúa bilið með hætti sem hentar öllu fólki. Ekki bara millistéttarfólki með sveigjanlegan vinnutíma og rosalega gott bakland og háar innistæður inn á bankabókinni sinni, heldur öllum.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
5
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
9
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár