Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum

„Það er fjall­að um heim­greiðsl­ur, ég myndi segja með mjög já­kvæð­um for­merkj­um en skaut­að fram­hjá nei­kvæð­um hlið­um,“ seg­ir Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor og að­júnkt í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands. Hún gerði greina­gerð um það hvernig jarð­veg­ur skap­að­ist fyr­ir heim­greiðsl­ur í Ís­lensku sam­fé­lagi á til­tölu­lega stutt­um tíma. Hún seg­ir ríkja þögn um kynj­að­ar af­leið­ing­ar heim­greiðslna.

Heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna segir nýdoktor í félagsfræðum
Kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Heimgreiðslur verða einhver svona plástur, en það var aldrei talað um þær afleiðingar sem þessi plástur getur haft til langs tíma,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Sunna safnaði umfjöllunum um leikskólamál í fjölmiðlum á Íslandi frá 2020 til 2022 og gerði greiningu á þeim gögnum sem hún safnaði. Greininguna vann hún í samstarfi með Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni, prófessor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Þau skoðuðu sérstaklega heimgreiðslur og hvernig jarðvegur skapaðist fyrir heimgreiðslur í Íslensku samfélagi á tiltölulega stuttum tíma.

„Heimgreiðslur eru einhvern vegin skilgreindar sem einhver plástur á leikskólakerfið sem er ekki að ná að uppfylla þær kröfur sem við setjum á það og hvað það þýðir fyrir stöðu kynjanna og jafnréttismál í víðara samhengi.“

Heimgreiðslur sem ákveðin lausn

Sunna segir það skýrt í gögnunum upp úr hverju umfjöllunin fyrir heimgreiðslunum sé sprottinni.

„Það er í raun og vera bara þessi leikskólavandi sem er svo mikið til umfjöllunar mjög reglulega í fjölmiðlum. Þá erum við að vísa í að það er svo kallað umönnunarbil á Íslandi, þar sem það er ekki brúað þetta bil milli fæðingarorlofs og leikskóla.“

Á þessum tíma sem Sunna skoðaði komu fram ákveðin pólitísk loforð að það átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. „Á sama tíma verður hnignun í dagforeldrakerfinu sem var það kerfi sem brúaði bilið að einhverju leiti.“ Varð það til þess að það var erfitt fyrir foreldra að fá dagvistunarpláss fyrir börnin sín og þannig var hart tekist á um hvað og hvernig leikskóli eigi að vera. 

„Það er þessi jarðvegur sem skapar heimgreiðslur sem þá ákveðna lausn. Eitthvað sem getur komið til að hjálpa foreldrum. Í raun og veru það sem birtist í okkar greiningu er það að heimgreiðslur eru þannig skilgreindar sem eitthvað sem að er best fyrir börnin. Betra fyrir börnin heldur en að vera á leikskóla og líka þessi svona praktíska pæling að ef að ungu börnin eru bara heima með foreldrunum sínum þá er meira pláss fyrir eldri börnin á leikskólunum.“

Þögn um kynjaðar afleiðingar heimgreiðslna

Sunna segir að mikil þögn sé um kynjaðar afleiðingar af heimgreiðslum. „Við vitum bara frá Norðurlöndunum að það er búið að gera ótal rannsóknir um það að það eru fyrst og fremst mæður sem þiggja heimgreiðslur.“ Hún segir það vera oft mæður í lægri stéttarstöðu og innflytjendamæður. 

Heimgreiðslurnar telur hún festa í sessi ákveðna hugmynd um að konur eiga að vera heimavinnandi fram eftir öllu. Þetta ýti einnig undir þá hugmynd að það sé sjálfsagt mál að það sé best fyrir börnin að vera heima. „Þetta talar inn í mjög öfluga umræðu um þessar mundir í íslensku samfélagi um að tengsl foreldra og barna séu í einhverri hættu. Að við höfum kannski gengið of langt í jafnréttinu þannig að nú þurfum við aðeins að fara að bakka.“

„Það sem er áhugavert er að það er ekkert fjallað um það í þessari umfjöllun hversu mikill sparnaður þetta er fyrir sveitarstjórnaryfirvöld vegna þess að ef þú hugsar um bara leikskólapláss, hvað það kostar miðað við það að borga mæðrum á bilinu 100 til 150 þúsund krónur á mánuði.“

Hún segir það hafa vantað í umræðuna að fjalla um þær efnahagslegu forsendur foreldra að láta heimilisbókhaldið ganga upp, þegar annar aðilinn er á lágum bótum. „Þannig að það er fjallað um heimgreiðslur, ég myndi segja með mjög jákvæðum formerkjum en skautað fram hjá neikvæðum hliðum.“

Afmarkaður hópur sem þiggur greiðslurnar

„Við erum ekkert að finna upp hjólið. Það er bara mjög auðvelt fyrir þau sem eru að taka ákvarðanir á sveitastjórnarstiginu að skoða reynsluna frá nágrannalöndunum þannig að það þarf ekkert að grafa neitt rosalega djúpt til þess að komast að því að heimgreiðslur vinna gegn jafnrétti kynjanna og það er afmarkaður hópur sem að þiggur þær.“

Sunna telur að það sé kannski eðlilegt að umfjöllunin sé jákvæð þegar að foreldrar eru að kalla eftir einhverjum úrræðum. Þá er 100 þúsund krónur betra en ekki neitt. 

„Kannski erum við að setja orkuna í einhverja svona plástra sem að þjóna ekki hagsmunum okkar til lengri tíma litið.“ 

„Það er svo augljóst finnst mér að þetta umönnunarbil sé eitthvað sem við þurfum að finna leiðir til að brúa bilið með hætti sem hentar öllu fólki. Ekki bara millistéttarfólki með sveigjanlegan vinnutíma og rosalega gott bakland og háar innistæður inn á bankabókinni sinni, heldur öllum.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár