Í gær fór fram aðalfundur hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) þar sem kosinn var nýr formaður og ný stjórn. Fundurinn var haldinn í Gullhömrum og þótti mæting góð, enda hátt í 400 manns mætt.
Að sögn viðstaddra voru þar fyrir komnir margir vel þekktir einstaklingar úr röðum Sjálfstæðismanna. „Ég hélt á tímabili að ég hefði villst inn í Valhöll. Það voru Sjálfstæðismenn út um allt sem ég kannaðist við,“ segir Atli Rúnar Halldórsson félagsmaður í FEB í samtali við Heimildina.
Kosinn var til formanns Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, sem hlaut rúm 60% atkvæða. Í öðru sæti var Sigurbjörg Gísladóttir, fráfarandi varaformaður félagsins.
Þekkir lítið til starfs FEB
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar skilaði Sigurður Ágúst inn tilkynningu um formannskjör minna en tveimur tímum áður en fresturinn til þess rann út, eða viku fyrir aðalfundinn. Formannsefnið gekk enn fremur í félagið á sama tíma og hann bauð …
Öðruvísi hefði hann ekki fengið forstjórastöðu hjá DAS. Hann vill byggja fleiri dasblokkir en minnist ekki á kjarabætur til aldraðra.