Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að leyfa öllum þeim sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember á síðasta ári að taka hærri lán en öðrum er heimilt. Hámark greiðslubyrgði þessa hóps er nú 40 prósent af ráðstöfunartekjum og veðsetning má vera allt að 85 prósent. Þetta á við vegna lántöku til húsnæðiskaupa.
Í tilkynningu frá nefndinni, sem birt er í morgunsárið, segir að þetta sé gert í ljósi sérstakra aðstæðna sem blasa við í Grindavík. „Það er mat nefndarinnar að undanþágan sé ekki til þess fallin að hafa teljandi áhrif á viðnámsþrótt lánveitenda og muni því ekki hafa marktæk áhrif á fjármálastöðugleika,“ segir þar einnig. …
Athugasemdir