Finnska ríkisútvarpið Yle hefur lýst því yfir að Finnland muni taka þátt í Eurovision. Yle muni virða ákvörðun Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um það hverjir megi taka þátt í keppninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá finnska ríkisútvarpinu.
Í Finnlandi hafa verið uppi hávær mótmæli, líkt og á Íslandi, þar sem þess hefur verið krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgangi Eurovision fái Ísrael að taka þátt. Yfir 1300 finnskir tónlistarmenn skrifuðu nýlega nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þessa var krafist að Yle þrýsti á EBU að Ísraelum yrði vikið úr keppninni.
Vilja að Ísrael sé vikið úr keppni en telja sniðgöngu gagnslausa
Listamennirnir Teemu Keisteri og Henri Piispanen, sem standa að baki finnska atriðinu, segja að þeir telji að eina rétta ákvörðunin fyrir EBU væri að banna Ísrael að taka þátt í Eurovision. Þeir telji þó að með því að sniðganga keppnina …
Athugasemdir