Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslendingar hrista upp í evrópsku tabúi

Þátt­taka Ís­lands – og Ísra­els – í Eurovisi­on hef­ur vald­ið ólg­andi um­ræðu bæði hér­lend­is og á er­lendri grundu. Mikl­ir hags­mun­ir, fjár­hags­leg­ir, menn­ing­ar­leg­ir og póli­tísk­ir liggja und­ir. Enn er óljóst hver end­an­leg ákvörð­un RÚV verð­ur, en mót­mæli ís­lensks tón­listar­fólks hafa vak­ið gríð­ar­lega at­hygli á al­þjóða­vett­vangi. Hvaða þýð­ingu hef­ur Eurovisi­on fyr­ir sam­fé­lag­ið – og RÚV? Já, eða bara Evr­ópu?

Í nýlegri grein á Der Spiegel.de má lesa að við afgreiðslu um þátttöku Ísraels hafi skipuleggjendur Eurovision boðað að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sé ópólitískur viðburður, þar sem almenningur á heimsvísu sameinist í gegnum tónlist. Þetta snúist um keppni fyrir félagsnet útvarpsstöðva – ekki um stjórnvöld. En greinarhöfundur setur spurningarmerki við það. 

Ekki að ástæðulausu!

Greinin birtist þann 20. janúar síðastliðinn með fyrirsögninni: Norrænir listamenn krefja ESC um sniðgöngu Ísraels – skipuleggjendur vísa því frá. 

Hún hefst á þessum orðum: Að Eurovision söngvakeppnin sé ópólitískur viðburður, líkt og stendur í reglunum, liggur í hlutarins eðli að sé lífslygi hinnar evrópsku tónlistarkeppni. 

Í orðum greinarhöfundar gætir afdráttarleysis – en skyldu þau vera rétt? 

Getur verið að pólitík sé alltaf velkomin í Eurovision svo lengi sem hún sé í takt við hagsmuni sameinaðrar Evrópu? 

Hvernig ætti þá söngvakeppni allrar Evrópu að geta nokkurn tímann verið ópólitísk? Og hvað speglar hún? 

Hvaða þýðingu …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár