
Mynd 2:
Hvað heitir þessi glaðlega kona?
Almennar spurningar:
- Í kvikmyndinni Barbie fór fræg söngkona með hlutverk sem ein af birtingarmyndum Barbie og söng líka vinsælt lag í myndinni. Söngkonan er ...?
 - Á dögunum var frumsýnt leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu. Hver leikur eina hlutverkið í leiknum?
 - Þórdís Elva Þorvaldsdóttir vakti á dögunum athygli á ískyggilegum möguleikum gervigreindar með því að ... hvað?
 - Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á Old Trafford?
 - Hvað er smæsta landið í Evrópu? Hér er átt við flatarmál lands.
 - En hvað er smæsta ríkið í Asíu - fyrir utan afskekktan eyjaklasa einn?
 - En hvað er stærsta landið í Asíu ef Rússland er undanskilið?
 - Þingey heitir eyja ein í íslenskri á. Hver er áin?
 - Hvaða kvikmynd fékk á dögunum hin bresku Bafta-verðlaun sem besta mynd síðasta árs?
 - Ekkja rússneska andófsmannsins Navalnys hefur verið í sviðsljósinu eftir grunsamlegt andlát hans í fangelsi. Hvað heitir hún?
 - Helgi Pétursson er formaður í tilteknum hagsmunasamtökum. Hver eru þau?
 - Fyrir nokkrum áratugum var hann hins vegar liðsmaður í afar vinsælli en fámennri hljómsveit. Hvað hét hún?
 - Hver leikur aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna True Detective?
 - Finnsk-úgrísk tungumál eru einkum töluð í þremur löndum Evrópu. Það eru Finnland og svo tvö önnur. Hver eru þau? Hafa þarf bæði rétt.
 - Þessi tungumál eru talin upprunnin við fjallgarð einn. Hver er sá?
 
Svör við myndaspurningum:
Dýrið heitir axolotl og er froskdýr. Konan er Simone Biles fimleikastjarna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Dua Lipa.  —  2.  Unnur Ösp.  —  3.  Láta gervigreindina búa til nektarmynd af sér.  —  4.  Manchester United.  —  5.  Vatíkanið.  —  6.  Singapúr.  —  7.  Kína.  —  8.  Skjálfandafljót.  —  9.  Oppenheimer.  —  10.  Yulia.  —  11.  Samtökum eldri borgara.  —  12.  Ríó tríóið.  —  13.  Jodie Foster.  —  14.  Eistland og Ungverjaland.  —  15.  Úralfjöll.
        
    
    
        Kjósa
    
    
    
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir (3)
Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
        
        
        
    
            
        
    













































Singapore er eyja.