Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. mars.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Mynd 1: Hvaða fylkingu dýra tilheyrir þessi furðuskepna? Þau sem vita hvað dýrið heitir mega sæma sig aukastigi.

Mynd 2:

Hvað heitir þessi glaðlega kona?

Almennar spurningar: 

  1. Í kvikmyndinni Barbie fór fræg söngkona með hlutverk sem ein af birtingarmyndum Barbie og söng líka vinsælt lag í myndinni. Söngkonan er ...?
  2. Á dögunum var frumsýnt leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu. Hver leikur eina hlutverkið í leiknum?
  3. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir vakti á dögunum athygli á ískyggilegum möguleikum gervigreindar með því að ... hvað?
  4. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á Old Trafford?
  5. Hvað er smæsta landið í Evrópu? Hér er átt við flatarmál lands.
  6. En hvað er smæsta ríkið í Asíu - fyrir utan afskekktan eyjaklasa einn?
  7. En hvað er stærsta landið í Asíu ef Rússland er undanskilið?
  8. Þingey heitir eyja ein í íslenskri á. Hver er áin?
  9. Hvaða kvikmynd fékk á dögunum hin bresku Bafta-verðlaun sem besta mynd síðasta árs?
  10. Ekkja rússneska andófsmannsins Navalnys hefur verið í sviðsljósinu eftir grunsamlegt andlát hans í fangelsi. Hvað heitir hún?
  11. Helgi Pétursson er formaður í tilteknum hagsmunasamtökum. Hver eru þau?
  12. Fyrir nokkrum áratugum var hann hins vegar liðsmaður í afar vinsælli en fámennri hljómsveit. Hvað hét hún?
  13. Hver leikur aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna True Detective?
  14. Finnsk-úgrísk tungumál eru einkum töluð í þremur löndum Evrópu. Það eru Finnland og svo tvö önnur. Hver eru þau? Hafa þarf bæði rétt.
  15. Þessi tungumál eru talin upprunnin við fjallgarð einn. Hver er sá?

Svör við myndaspurningum:
Dýrið heitir axolotl og er froskdýr. Konan er Simone Biles fimleikastjarna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Dua Lipa.  —  2.  Unnur Ösp.  —  3.  Láta gervigreindina búa til nektarmynd af sér.  —  4.  Manchester United.  —  5.  Vatíkanið.  —  6.  Singapúr.  —  7.  Kína.  —  8.  Skjálfandafljót.  —  9.  Oppenheimer.  —  10.  Yulia.  —  11.  Samtökum eldri borgara.  —  12.  Ríó tríóið.  —  13.  Jodie Foster.  —  14.  Eistland og Ungverjaland.  —  15.  Úralfjöll.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • skrifaði
    smæsta ríkið á MEGINLANDI Asíu?
    Singapore er eyja.
    0
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Hárrétt hjá þér. Ég lagaði orðalag spurningarinnar. Takk fyrir ábendinguna.
      0
  • Finnbogi Finnbogason skrifaði
    13 & 1
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár