Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. mars.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Mynd 1: Hvaða fylkingu dýra tilheyrir þessi furðuskepna? Þau sem vita hvað dýrið heitir mega sæma sig aukastigi.

Mynd 2:

Hvað heitir þessi glaðlega kona?

Almennar spurningar: 

  1. Í kvikmyndinni Barbie fór fræg söngkona með hlutverk sem ein af birtingarmyndum Barbie og söng líka vinsælt lag í myndinni. Söngkonan er ...?
  2. Á dögunum var frumsýnt leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu. Hver leikur eina hlutverkið í leiknum?
  3. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir vakti á dögunum athygli á ískyggilegum möguleikum gervigreindar með því að ... hvað?
  4. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á Old Trafford?
  5. Hvað er smæsta landið í Evrópu? Hér er átt við flatarmál lands.
  6. En hvað er smæsta ríkið í Asíu - fyrir utan afskekktan eyjaklasa einn?
  7. En hvað er stærsta landið í Asíu ef Rússland er undanskilið?
  8. Þingey heitir eyja ein í íslenskri á. Hver er áin?
  9. Hvaða kvikmynd fékk á dögunum hin bresku Bafta-verðlaun sem besta mynd síðasta árs?
  10. Ekkja rússneska andófsmannsins Navalnys hefur verið í sviðsljósinu eftir grunsamlegt andlát hans í fangelsi. Hvað heitir hún?
  11. Helgi Pétursson er formaður í tilteknum hagsmunasamtökum. Hver eru þau?
  12. Fyrir nokkrum áratugum var hann hins vegar liðsmaður í afar vinsælli en fámennri hljómsveit. Hvað hét hún?
  13. Hver leikur aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna True Detective?
  14. Finnsk-úgrísk tungumál eru einkum töluð í þremur löndum Evrópu. Það eru Finnland og svo tvö önnur. Hver eru þau? Hafa þarf bæði rétt.
  15. Þessi tungumál eru talin upprunnin við fjallgarð einn. Hver er sá?

Svör við myndaspurningum:
Dýrið heitir axolotl og er froskdýr. Konan er Simone Biles fimleikastjarna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Dua Lipa.  —  2.  Unnur Ösp.  —  3.  Láta gervigreindina búa til nektarmynd af sér.  —  4.  Manchester United.  —  5.  Vatíkanið.  —  6.  Singapúr.  —  7.  Kína.  —  8.  Skjálfandafljót.  —  9.  Oppenheimer.  —  10.  Yulia.  —  11.  Samtökum eldri borgara.  —  12.  Ríó tríóið.  —  13.  Jodie Foster.  —  14.  Eistland og Ungverjaland.  —  15.  Úralfjöll.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • skrifaði
    smæsta ríkið á MEGINLANDI Asíu?
    Singapore er eyja.
    0
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Hárrétt hjá þér. Ég lagaði orðalag spurningarinnar. Takk fyrir ábendinguna.
      0
  • Finnbogi Finnbogason skrifaði
    13 & 1
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár