Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. mars.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Mynd 1: Hvaða fylkingu dýra tilheyrir þessi furðuskepna? Þau sem vita hvað dýrið heitir mega sæma sig aukastigi.

Mynd 2:

Hvað heitir þessi glaðlega kona?

Almennar spurningar: 

  1. Í kvikmyndinni Barbie fór fræg söngkona með hlutverk sem ein af birtingarmyndum Barbie og söng líka vinsælt lag í myndinni. Söngkonan er ...?
  2. Á dögunum var frumsýnt leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu. Hver leikur eina hlutverkið í leiknum?
  3. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir vakti á dögunum athygli á ískyggilegum möguleikum gervigreindar með því að ... hvað?
  4. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á Old Trafford?
  5. Hvað er smæsta landið í Evrópu? Hér er átt við flatarmál lands.
  6. En hvað er smæsta ríkið í Asíu - fyrir utan afskekktan eyjaklasa einn?
  7. En hvað er stærsta landið í Asíu ef Rússland er undanskilið?
  8. Þingey heitir eyja ein í íslenskri á. Hver er áin?
  9. Hvaða kvikmynd fékk á dögunum hin bresku Bafta-verðlaun sem besta mynd síðasta árs?
  10. Ekkja rússneska andófsmannsins Navalnys hefur verið í sviðsljósinu eftir grunsamlegt andlát hans í fangelsi. Hvað heitir hún?
  11. Helgi Pétursson er formaður í tilteknum hagsmunasamtökum. Hver eru þau?
  12. Fyrir nokkrum áratugum var hann hins vegar liðsmaður í afar vinsælli en fámennri hljómsveit. Hvað hét hún?
  13. Hver leikur aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna True Detective?
  14. Finnsk-úgrísk tungumál eru einkum töluð í þremur löndum Evrópu. Það eru Finnland og svo tvö önnur. Hver eru þau? Hafa þarf bæði rétt.
  15. Þessi tungumál eru talin upprunnin við fjallgarð einn. Hver er sá?

Svör við myndaspurningum:
Dýrið heitir axolotl og er froskdýr. Konan er Simone Biles fimleikastjarna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Dua Lipa.  —  2.  Unnur Ösp.  —  3.  Láta gervigreindina búa til nektarmynd af sér.  —  4.  Manchester United.  —  5.  Vatíkanið.  —  6.  Singapúr.  —  7.  Kína.  —  8.  Skjálfandafljót.  —  9.  Oppenheimer.  —  10.  Yulia.  —  11.  Samtökum eldri borgara.  —  12.  Ríó tríóið.  —  13.  Jodie Foster.  —  14.  Eistland og Ungverjaland.  —  15.  Úralfjöll.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • skrifaði
    smæsta ríkið á MEGINLANDI Asíu?
    Singapore er eyja.
    0
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Hárrétt hjá þér. Ég lagaði orðalag spurningarinnar. Takk fyrir ábendinguna.
      0
  • Finnbogi Finnbogason skrifaði
    13 & 1
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár