Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. mars.

Spurningaþraut 1. mars 2024: Hvaða furðudýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Mynd 1: Hvaða fylkingu dýra tilheyrir þessi furðuskepna? Þau sem vita hvað dýrið heitir mega sæma sig aukastigi.

Mynd 2:

Hvað heitir þessi glaðlega kona?

Almennar spurningar: 

  1. Í kvikmyndinni Barbie fór fræg söngkona með hlutverk sem ein af birtingarmyndum Barbie og söng líka vinsælt lag í myndinni. Söngkonan er ...?
  2. Á dögunum var frumsýnt leikritið Saknaðarilmur í Þjóðleikhúsinu. Hver leikur eina hlutverkið í leiknum?
  3. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir vakti á dögunum athygli á ískyggilegum möguleikum gervigreindar með því að ... hvað?
  4. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á Old Trafford?
  5. Hvað er smæsta landið í Evrópu? Hér er átt við flatarmál lands.
  6. En hvað er smæsta ríkið í Asíu - fyrir utan afskekktan eyjaklasa einn?
  7. En hvað er stærsta landið í Asíu ef Rússland er undanskilið?
  8. Þingey heitir eyja ein í íslenskri á. Hver er áin?
  9. Hvaða kvikmynd fékk á dögunum hin bresku Bafta-verðlaun sem besta mynd síðasta árs?
  10. Ekkja rússneska andófsmannsins Navalnys hefur verið í sviðsljósinu eftir grunsamlegt andlát hans í fangelsi. Hvað heitir hún?
  11. Helgi Pétursson er formaður í tilteknum hagsmunasamtökum. Hver eru þau?
  12. Fyrir nokkrum áratugum var hann hins vegar liðsmaður í afar vinsælli en fámennri hljómsveit. Hvað hét hún?
  13. Hver leikur aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna True Detective?
  14. Finnsk-úgrísk tungumál eru einkum töluð í þremur löndum Evrópu. Það eru Finnland og svo tvö önnur. Hver eru þau? Hafa þarf bæði rétt.
  15. Þessi tungumál eru talin upprunnin við fjallgarð einn. Hver er sá?

Svör við myndaspurningum:
Dýrið heitir axolotl og er froskdýr. Konan er Simone Biles fimleikastjarna.
Svör við almennum spurningum:
1.  Dua Lipa.  —  2.  Unnur Ösp.  —  3.  Láta gervigreindina búa til nektarmynd af sér.  —  4.  Manchester United.  —  5.  Vatíkanið.  —  6.  Singapúr.  —  7.  Kína.  —  8.  Skjálfandafljót.  —  9.  Oppenheimer.  —  10.  Yulia.  —  11.  Samtökum eldri borgara.  —  12.  Ríó tríóið.  —  13.  Jodie Foster.  —  14.  Eistland og Ungverjaland.  —  15.  Úralfjöll.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • skrifaði
    smæsta ríkið á MEGINLANDI Asíu?
    Singapore er eyja.
    0
    • Illugi Jökulsson skrifaði
      Hárrétt hjá þér. Ég lagaði orðalag spurningarinnar. Takk fyrir ábendinguna.
      0
  • Finnbogi Finnbogason skrifaði
    13 & 1
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár