Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra

Stjórn Há­skól­ans í Reykja­vík tel­ur sig ekki geta tek­ið til­boði há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um að fá full­an rík­is­styrk gegn af­námi skóla­gjalda. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu seg­ir að með því að sam­þykkja hug­mynd­ir ráð­herra skerð­ist rekstr­ar­tekj­ur skól­ans um 1200 millj­ón­ir króna ár­lega.

Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra
Háskólinn í Reykjavík hafnar tilboði háskólaráðherra og segir að í því felist umtalsverð tekjuskerðing Mynd: Wikipedia

Háskólinn í Reykjavík ætlar ekki að þekkjast boð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra um að fá fullan ríkisstyrk gegn því að afnema skólagjöld. Í fréttatilkynningu sem háskólinn sendi frá sér fyrir stuttu segir að stjórn skólans  „telur sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um 1200 milljónir  á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag.“ 

Ákvörðun stjórnar Háskólans í Reykjavík byggir að mörgu leyti á röksemdum sem komu fram ályktun Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík sem var birt fyrr í morgun. Í þeirri ályktun kom fram að nemendur telji að í tilboði ráðherra felist í raun fjárskerðing til skólans.

Ekki sé hægt að samþykkja tilboðið og varðveita á sama tíma gæði náms og sérstöðu skólans. „Við í stúdentaráði teljum ómögulegt að halda þessari sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með svona fjárskerðingum,“ segir í ályktuninni.  

Í tilkynningunni er haft eftir Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem segir það sé „mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt.“ 

Ragnhildur bendir á að heildarfjármagn til háskólanna myndi í raun minnka ef allir tæku þátt í því. Það komi ekki aðeins illa niður á Háskólanum í Reykjavík heldur öðrum háskólum líka.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hermann Óskarsson skrifaði
    Þetta svokallaða boð er auðvitað ekkert annað en aðför að fjármögnun ríkisháskólanna sem þurfa að deila með hinum sem þyggja boðið sameiginlegum fjármunapotti sem þýðir að tekjur þeirra lækka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár