Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra

Í álykt­un sem Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík sendi frá sér vegna til­boðs há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um áf­nám skóla­gjalda einka­rek­ina há­skóla er úr­ræð­ið sagt fela í sér 15 pró­sent nið­ur­skurð á rekstri skól­ans. Stúd­enta­fé­lag­ið kall­ar eft­ir full­um fjár­fram­lög­um án kröfu um áf­nám skóla­gjalda.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra
Jakob Daníelsson, forseti Stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík segir að tilboð háskólaráðherra feli sér skerðingu á rekstrartekjum skólans upp á rúman milljarð króna

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sendi nýverið frá sér ályktun þar sem tilboði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um full fjárframlög gegn afnámi skólagjalda er hafnað og stjórnvöld hvött til þess að endurskoða úrræðið.

Í ályktuninni segir að tilboðið feli í sér að rekstrartekjur skólans lækki um rúman milljarð króna „og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þeta niðurskurður um u.þ.b. 15%.“

Í tilkynningunni segir Stúdentafélagið fagna umræðu um að fé skuli fylgja nemendum en kallar eftir því að stjórnvöld styðji nemendur í sjálfstætt starfandi háskólum, óháð því hvort þeir greiði skólagjöld eða ekki.

Þá segir í ályktuninni að ekki sé hægt að tryggja gæði kennslu og fara eftir skilmálum úrræðisins sem skólanum býðst. „Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið.“

Í samtali við Jakob Daníelsson, forseta Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, segir hann að stúdentafélagið hafi sent ályktunina til stjórn skólans sem tekur lokaákvörðun um málið. „Ég held að þau séu nú sammála okkur í þessu að það sé erfitt að halda þessari sérstöðu uppi ef þú ætlar að skera niður um 15 prósent,“ segir Jakob.

Tilboð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra

Fyrr í vikunni tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að sjálfstætt starfandi háskólum; Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands stæði til boða fá óskert fjárframlög gegn því skilyrði að þeir afnemi skólagjöld. 

Undanfarin ár hafa framlög til skólanna þriggja verið á bilinu 60 til 80 prósent af því sem opinberir háskólar hafa fengið. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að breytingin verði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst muni þiggja boð ráðherra.

Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs að skólinn myndi þekkjast boð ráðherra og mun afnema skólagjöld frá og með næsta hausti. Í samtali við blaðamann Heimildarinnar sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að það hafi lengi verið eitt af stóru markmiðum skólans að gera nám í listum aðgengilegra fyrir fjölbreyttari hóp fólks. Þá muni skólinn líta til annara möguleika til þess að afla sér sértekna.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár