Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra

Í álykt­un sem Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík sendi frá sér vegna til­boðs há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um áf­nám skóla­gjalda einka­rek­ina há­skóla er úr­ræð­ið sagt fela í sér 15 pró­sent nið­ur­skurð á rekstri skól­ans. Stúd­enta­fé­lag­ið kall­ar eft­ir full­um fjár­fram­lög­um án kröfu um áf­nám skóla­gjalda.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra
Jakob Daníelsson, forseti Stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík segir að tilboð háskólaráðherra feli sér skerðingu á rekstrartekjum skólans upp á rúman milljarð króna

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sendi nýverið frá sér ályktun þar sem tilboði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um full fjárframlög gegn afnámi skólagjalda er hafnað og stjórnvöld hvött til þess að endurskoða úrræðið.

Í ályktuninni segir að tilboðið feli í sér að rekstrartekjur skólans lækki um rúman milljarð króna „og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þeta niðurskurður um u.þ.b. 15%.“

Í tilkynningunni segir Stúdentafélagið fagna umræðu um að fé skuli fylgja nemendum en kallar eftir því að stjórnvöld styðji nemendur í sjálfstætt starfandi háskólum, óháð því hvort þeir greiði skólagjöld eða ekki.

Þá segir í ályktuninni að ekki sé hægt að tryggja gæði kennslu og fara eftir skilmálum úrræðisins sem skólanum býðst. „Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið.“

Í samtali við Jakob Daníelsson, forseta Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, segir hann að stúdentafélagið hafi sent ályktunina til stjórn skólans sem tekur lokaákvörðun um málið. „Ég held að þau séu nú sammála okkur í þessu að það sé erfitt að halda þessari sérstöðu uppi ef þú ætlar að skera niður um 15 prósent,“ segir Jakob.

Tilboð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra

Fyrr í vikunni tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að sjálfstætt starfandi háskólum; Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands stæði til boða fá óskert fjárframlög gegn því skilyrði að þeir afnemi skólagjöld. 

Undanfarin ár hafa framlög til skólanna þriggja verið á bilinu 60 til 80 prósent af því sem opinberir háskólar hafa fengið. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að breytingin verði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst muni þiggja boð ráðherra.

Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs að skólinn myndi þekkjast boð ráðherra og mun afnema skólagjöld frá og með næsta hausti. Í samtali við blaðamann Heimildarinnar sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að það hafi lengi verið eitt af stóru markmiðum skólans að gera nám í listum aðgengilegra fyrir fjölbreyttari hóp fólks. Þá muni skólinn líta til annara möguleika til þess að afla sér sértekna.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár