Alls hafa fasteignaeigendur í Grindavík lagt fram 502 beiðnir um endurmat á brunabótamati sínu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í byrjun nóvember 2023, en bærinn var rýmdur þann 10. nóvember það ár vegna jarðhræringa. Síðan hefur gosið þrívegis í námunda við Grindavík og hraun flætt inn fyrir bæjarmörkin. Af þessum 502 beiðnum varða 493 íbúðarhúsnæði en alls eru 1.120 heimili í Grindavík. Flestar beiðnir, alls 360 talsins, komu inn í þessari eða síðustu viku. Því komu 72 prósent beiðna fram eftir að fyrir lá að stjórnvöld ætluðu sér að kaupa íbúðarhúsnæði allra þeirra Grindvíkinga sem hafa áhuga á því að selja.
Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er vinnslutími á endurmatsbeiðnum vanalega vika, en það mun hægjast á þeirri vinnu vegna þess hversu margar beiðnir liggi nú inni hjá stofnuninni.
Fyrir liggur að ekki verður búið í Grindavík í fyrirsjáanlegri framtíð og fjölmörg hús þar eru skemmd eða ónýt. …
Athugasemdir