„Við biðlum til ykkar kæru aðstandendur að aðstoða okkur við að halda íbúðum hreinum og fínum,“ segir í tölvupósti frá Sóltúni öldrunarþjónustu til aðstandenda íbúa á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði í febrúar árið 2022. Með tölvupóstinum tilkynnti Sóltún aðstandendum íbúa að búið væri að útvista þrifum á hjúkrunarheimilinu til ræstingafyrirtækisins Sóla og var óskað eftir aðstoð þeirra við þrifin til framtíðar. „Það getur verið góð dægrastytting að þurrka af og laga til með sínum ástvini.“
Tölvupósturinn var sendur eftir að eigendur Sóltúns höfðu tekið tvo milljarða króna út úr fyrirtækinu sem á og rekur hjúkrunarheimilin Sóltún og Sólvang, í kjölfar þess að þeir seldu fasteignina í Sóltúni til fasteignafélagsins Regins fyrir 3,8 milljarða árið 2020. Fasteignina leigðu þeir síðan af kaupandanum og réðust í niðurskurð í rekstrinum til að mæta leigukostnaði.
Beiðni stjórnenda Sóltúns …
Fróður sagði eitt sinn að fátt væri öruggara en að stofna fyrirtæki um umönnun eldri borgara!
Gulltryggt af samfélaginu.