Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi bisk­ups Ís­lands, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík í morg­un. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, þrjú upp­kom­in börn og átta barna­börn. Karl hafði glímt við krabba­mein frá því ár­ið 2017.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, er látinn 77 ára að aldri. Karl lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík í morgun. 

Karl lætur eftir sig konu sína til 54 ára, Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur, þrjú uppkomin börn og átta barnabörn. Börn Karls og Kristínar Þórdísar eru þau Inga Rut gift Sigurði Arnarsyni, Rannveig Eva og Guðjón Davíð kvæntur Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur. 

Karl fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands, og kona hans Magnea Þorkelsdóttir. 

Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og tók embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands sex árum síðar. Hann starfaði fyrst sem sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Síðar þjónaði hann í Hallgrímskirkju í Reykjavík í tæp 23 ár.

Karl var biskup Íslands árin 1998 til 2012. Eftir að hann lét af embætti gegndi Karl starfi afleysingaprests í Dómkirkjunni.

Karl var gerður að heiðursdoktor við guðfræðideild HÍ árið 2000. Hann …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár