Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss

Ferða­mað­ur­inn og Youtu­be-stjarn­an Tim Lindon þurfti að yf­ir­gefa hót­el­ið við Bláa lón­ið að­faranótt fimmtu­dags vegna eld­goss­ins. Gos­ið kom upp ná­lægt hót­el­inu og á með­fylgj­andi mynd­skeiði sést hvar hann keyr­ir út af svæð­inu, með eld­gos í bak­sýn­is­spegl­in­um.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss
Rauður bjarminn Tim Lindon, Youtube-stjörnu, var brugðið að sjá bjarmann frá hrauninu þegar hann gekk út af hóteli Bláa lónsins. Mynd: Skjáskot

Ferðamaðurinn og Youtube-stjarnan Tim Lindon gisti á Silica hótelinu við Bláa lónið aðfaranótt fimmtudags. Klukkan hálfsex að morgni vaknaði hann við háværar sírenur, bank á herbergisdyrnar og fyrirmæli um að yfirgefa hótelið strax. Rétt upp úr klukkan sex hófst eldgos í Sundhnúkaröðinni, en þegar á leið daginn rann hraun yfir Grindavíkurveg og stofnlögn HS-Veitna fyrir svæðið. 

En hann vissi það ekki þegar hann var að pakka saman dótinu sínu og gekk út úr herberginu.

Fann hitann frá hrauninu

Í myndbandinu lýsir Tim atvikum beint: „Ég er frekar stressaður, veit eiginlega ekki hvað er í gangi.“ Hann sá svo reykinn og bjarmann af gosinu út um gluggann: „Ég held að þetta sé það sem er í gangi.“ 

Þegar hann gekk út af hótelinu blöstu logar eldgossins við. 

Í myndbandinu má einnig sjá þegar hótelgestum var sagt að fara frá hótelinu, á eigin bílum eða með rútu. Margir keyrðu því framhjá gosinu og sáu það vel, stoppuðu jafnvel á Grindavíkurvegi til að dást að því. 

Tim var á bílaleigubíl og var sagt að yfirgefa svæðið á honum. Hann nýtti tækifærið til þess að staldra við og dáðst að gosinu: „Ég finn fyrir hitanum héðan!“

Hann sýndi hversu nálægt gosið var hótelinu: „Ég hef ekki upplifað þetta áður, að keyra og þegar ég lít í hliðarspegilinn sé ég eldgos.“

Flauturnar fóru af stað

Alls þurftu 150 gestir og starfsmenn að yfirgefa hótelið í flýti. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar- og þjónustu Bláa lónsins, sagði í samtali við Heimildina á fimmtudag að rýmingin hefði farið fram með yfirveguðum hætti, tekið 40 mínútur og gestir hefðu fengið tíma til þess að pakka í töskur og ganga frá herbergjum. Þetta sýnir myndbandið frá Tim. 

Í Spursmálum á Mbl sem kom út í morgun segir Helga að allir gestirnir hafi verið farnir af svæðinu áður en gosið hófst. Spurð út í málið segir Helga í samtali við Heimildina að gestirnir hafi farið út á svipuðum tíma og gaus. „Bílarnir keyrðu fram hjá gosinu. Þetta er náttúrulega bara mínútu spursmál en við vissum alltaf að þetta væri í Sundhnúkagígunum, sem er einhverja þrjá kílómetra frá okkur. Þess vegna vorum við bara með yfirvegaða rýmingu.“ 

Rýmingin hafi gengið vel. „Það sem var sérstakt við þessa rýmingu núna var að það er búið að koma upp viðvaranaflautum við Bláa lónið og inni í Grindavík,“ sagði hún.

Hljóðið heyrist vel í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár