Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss

Ferða­mað­ur­inn og Youtu­be-stjarn­an Tim Lindon þurfti að yf­ir­gefa hót­el­ið við Bláa lón­ið að­faranótt fimmtu­dags vegna eld­goss­ins. Gos­ið kom upp ná­lægt hót­el­inu og á með­fylgj­andi mynd­skeiði sést hvar hann keyr­ir út af svæð­inu, með eld­gos í bak­sýn­is­spegl­in­um.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss
Rauður bjarminn Tim Lindon, Youtube-stjörnu, var brugðið að sjá bjarmann frá hrauninu þegar hann gekk út af hóteli Bláa lónsins. Mynd: Skjáskot

Ferðamaðurinn og Youtube-stjarnan Tim Lindon gisti á Silica hótelinu við Bláa lónið aðfaranótt fimmtudags. Klukkan hálfsex að morgni vaknaði hann við háværar sírenur, bank á herbergisdyrnar og fyrirmæli um að yfirgefa hótelið strax. Rétt upp úr klukkan sex hófst eldgos í Sundhnúkaröðinni, en þegar á leið daginn rann hraun yfir Grindavíkurveg og stofnlögn HS-Veitna fyrir svæðið. 

En hann vissi það ekki þegar hann var að pakka saman dótinu sínu og gekk út úr herberginu.

Fann hitann frá hrauninu

Í myndbandinu lýsir Tim atvikum beint: „Ég er frekar stressaður, veit eiginlega ekki hvað er í gangi.“ Hann sá svo reykinn og bjarmann af gosinu út um gluggann: „Ég held að þetta sé það sem er í gangi.“ 

Þegar hann gekk út af hótelinu blöstu logar eldgossins við. 

Í myndbandinu má einnig sjá þegar hótelgestum var sagt að fara frá hótelinu, á eigin bílum eða með rútu. Margir keyrðu því framhjá gosinu og sáu það vel, stoppuðu jafnvel á Grindavíkurvegi til að dást að því. 

Tim var á bílaleigubíl og var sagt að yfirgefa svæðið á honum. Hann nýtti tækifærið til þess að staldra við og dáðst að gosinu: „Ég finn fyrir hitanum héðan!“

Hann sýndi hversu nálægt gosið var hótelinu: „Ég hef ekki upplifað þetta áður, að keyra og þegar ég lít í hliðarspegilinn sé ég eldgos.“

Flauturnar fóru af stað

Alls þurftu 150 gestir og starfsmenn að yfirgefa hótelið í flýti. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar- og þjónustu Bláa lónsins, sagði í samtali við Heimildina á fimmtudag að rýmingin hefði farið fram með yfirveguðum hætti, tekið 40 mínútur og gestir hefðu fengið tíma til þess að pakka í töskur og ganga frá herbergjum. Þetta sýnir myndbandið frá Tim. 

Í Spursmálum á Mbl sem kom út í morgun segir Helga að allir gestirnir hafi verið farnir af svæðinu áður en gosið hófst. Spurð út í málið segir Helga í samtali við Heimildina að gestirnir hafi farið út á svipuðum tíma og gaus. „Bílarnir keyrðu fram hjá gosinu. Þetta er náttúrulega bara mínútu spursmál en við vissum alltaf að þetta væri í Sundhnúkagígunum, sem er einhverja þrjá kílómetra frá okkur. Þess vegna vorum við bara með yfirvegaða rýmingu.“ 

Rýmingin hafi gengið vel. „Það sem var sérstakt við þessa rýmingu núna var að það er búið að koma upp viðvaranaflautum við Bláa lónið og inni í Grindavík,“ sagði hún.

Hljóðið heyrist vel í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár