Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 23. febrúar 2024: Hver er þessi gríðarvinsæla leikkona? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 23. fe­brú­ar.

Spurningaþraut 23. febrúar 2024: Hver er þessi gríðarvinsæla leikkona? — og 16 aðrar spurningar
Mynd 1: Hver er bandaríska leikkonan á myndinni?

Mynd 2:

Af hvaða tegund er bíllinn sem hér má sjá afturenda á?

Almennar spurningar: 

  1. Hvað kallast fyrsti eiginlegi keisari Rómaveldis?
  2. En hvað var hans rétta ættarnafn?
  3. Í borg einni er hár og mikill klukkuturn sem heitir Elísabetarturn. En hvað nefnist klukkan í turninum?
  4. Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi er Kársnes?
  5. Appelsínur voru einu sinni kölluð „epli frá ...“ hvaða landi?
  6. Hvaða ár tók fyrsta konan við sem forsætisráðherra á Íslandi?
  7. Hvað er síðasta ríkið sem fengið hefur fulla aðild að Evrópusambandinu?
  8. Eitt Arabaríki sótti um aðild að Evrópusambandinu 1987 en var hafnað því það væri ekki Evrópuríki. Þó á ríkið stutt landamæri að einu Evrópuríki. Hvaða land er þetta?
  9. Hvaða íslenska íþróttakona hefur unnið til verðlauna á ólympíuleikum?
  10. Í hvaða landi fóru öldruð og lasin hjón, fyrrum forsætisráðherra og kona hans, nýlega fram á að fá að deyja saman?
  11. Í hvaða firði eða flóa á Norðurlandi er Flatey?
  12. Hvaða fjórir litir eru í fána Palestínu? Hafa verður alla fjóra rétt.
  13. Hvað nefnist á íslensku skátafélag Ripps, Rapps og Rupps?
  14. Hvaða fyrirbæri er macarena?
  15. Sirka hvenær féll loftsteinninn sem drap risaeðlurnar? Fyrir 666 milljónum ára –  466 milljónum ára –  266 milljónum ára — 166 milljónum ára —  66 milljónum ára — eða 16 milljónum ára?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Zoe Saldana. Á neðri myndinni er aftari hlutinn af Citroën.
Svör við almennum spurningum:
1.  Ágústus.  —  2.  Oktavíus eða Oktavíanus.  —  3.  Big Ben.  —  4.  Kópavogi.  5.  Kína.  —  6.  2009.   —  7.  Króatía.  —  8.  Marokkó. Landamærin eru að tveim litlum svæðum sem Spánn á á Afríkuströnd.  —  9.  Vala Flosadóttir.  —  10. Hollandi.  —  11. Skjálfanda.  —  12.  Hvítur, rauður, grænn og svartur.  —   13.  Grænjaxlar.  —  14.  Dans.  —  15.  Fyrir 66 milljónum ára. 
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu