Abdalhay H. A. Alfarra biður blaðamann afsökunar með því að eiga erfitt með að lýsa eða sína tilfinningar sínar varðandi það að sex meðlimir fjölskyldunnar hans eru föst á Gaza, þar á meðal konan hans og börnin þeirra tvö, Hamad sem er 5 ára og Lana sem er sjö ára. Þegar konan hans var ólétt af Hamad ákvað Abdalhay að leita til Evrópu að betra lífi fyrir þau. Hann fékk samþykkt dvalarleyfi fyrir þau í nóvember á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Ég fór út frá Gaza þegar konan mín var ólétt af honum til að leita að betra lífi og koma þeim hingað. Mig langar að sjá son minn í fyrsta sinn og mig langar að sjá börnin mín og konuna mína,“ segir hann og bætir við:
„Mig langar að sjá börnin mín. Mig langar að sjá konuna mína. Það er erfitt að lýsa þessu en mig langar bara að sjá börnin …
Athugasemdir