Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, tók ný­ver­ið sæti í fagráði Land­vernd­ar. Hann er þar með kom­inn í hóp sér­fræð­inga á ýms­um svið­um sem veita sam­tök­un­um ráð­gjöf, t.d. um laga­frum­vörp, stór­ar fram­kvæmd­ir sem áform­að­ar eru og skipu­lags­breyt­ing­ar sveit­ar­fé­laga.

Fyrrverandi forstjóri OR til liðs við Landvernd

Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, tók nýverið sæti í fagráði Landverndar. Bjarni, sem er bæði jarðfræðingur og verkfræðingur að mennt, er þar með kominn í hóp sérfræðinga á ýmsum sviðum sem veita samtökunum ráðgjöf, t.d. um lagafrumvörp, stórar framkvæmdir og skipulagsbreytingar sveitarfélaga. 

„Við erum mjög ánægð með að Bjarni Bjarnason bætist í frábæran hóp  sérfræðinga Landverndar,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Hann hefur víðtæka þekkingu, ekki aðeins sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, heldur á mörgum sviðum sem jarðfræðingur og verkfræðingur í margvíslegum störfum tengdum orkugeiranum.“

Bjarni var forstjóri OR í tólf ár en lét af störfum í fyrra. Á forstjóratíð sinni deildi hann oftar en einu sinni þeirri sýn sinni að varlega ætti að fara í virkjanamálum og að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur. Hann gagnrýndi einnig stórtæk áform um vindorkuver. „Verði þessi sýn að veru­leika ættum við engu umhverf­isslysi til að jafna úr Íslands­sög­unni,“ skrifaði hann í árslok 2022. „Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myll­urnar yrðu reistar af ásetn­ingi, með fullri vit­neskju um hin víð­tæku umhverf­is­á­hrif.“

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Bjarni mætti lesa þessa grein og ganga í að minnka olíubrennslu og vinna gegn hlýnun jarðar.
    Skrifaði grein og bendi á ámælisveröa sóun á milljónum lítra af olíu og milljörðum króna vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu. Með veitu úr Þjórsá í Þórisvatn og miðlun á rennsli Jõkulsár í Fljótsdal ykist orkugeta raforkukerfisins sem samsvarar meira en tveim Hvammsvirkjunum.

    https://www.visir.is/g/20242513812d/milljonir-litra-af-oliu-brenndar-vegna-litilla-midlana-i-raforkukerfinu
    0
  • Sverrir Karlsson skrifaði
    þar fá þeir góðan starfsmann.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Velkominn!
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Frábært að fá þennan góða liðsauka í raðir Landverndar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár