Ahmed Murtaja sótti um dvalarleyfi fyrir konuna sína Alaa og þriggja ára dóttur þeirra Sham á grundvelli fjölskyldusameiningar fyrir ári síðan, mörgum mánuðum áður en stríðið, sem nú hefur leitt tæplega 30 þúsund manns til dauða, mikinn meirihluta konur og börn, hófst. Hann fékk umsóknina ekki samþykkta fyrr en 14. nóvember 2023. Sham fæddist í lok ágúst árið 2020 svo hún var ennþá tveggja ára þegar pabbi hennar sótti um dvalarleyfi fyrir hana og þegar hún varð þriggja í ágúst 2023 var hann ekki ennþá búinn að fá það samþykkt. Ahmed hefur verið á Íslandi í tvö ár. Hann segir að stundum hafi honum liðið eins og hann hefði aldrei lagt inn umsókn um fjölskyldusameiningu því það tók svo langan tíma að fá svör.
Í vikunni greindi RÚV frá því að aðeins átta umsóknir hefðu borist um fjölskyldusameiningu eftir 7. október sem þýðir …
Athugasemdir