Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Rokk í Garðabæ

Doktor Gunni rýn­ir í plöt­una Ann­an dag – með tríó­inu Jo­nee Jo­nee.

Rokk í Garðabæ
Doktor Gunni rýnir í Annan dag! Mynd: Doktor Gunni
Tónlist

Ann­ar dag­ur

Niðurstaða:

Jonee Jonee - Annar dagur

Útgefandi: Jonee Jonee

Gefðu umsögn

Árin upp úr 1980 í íslensku rokksögunni hafa löngum verið lauguð dýrðarljóma, ekki síst í hugum þeirra sem upplifðu tímabilið (eins og mér). Mikil endurnýjun átti sér þá stað á þessum tíma. „Gömlu“ poppararnir viku fyrir nýjum, skýrast komu kynslóðaskiptin fram í Bubba/Björgvins-togstreitunni. Bubbi var dráttarklárinn sem ruddi leiðina með vinsældum sínum og ægi miklum töffaratöfrum. Friðrik Þór Friðriksson ætlaði fyrst að gera heimildarmynd um Bubba einan, en verkefnið vatt upp á sig og varð að Rokki í Reykjavík. Myndin var svo afgerandi að síðan þá hefur tímabilið verið nefnt Rokk í Reykjavík-tímabilið. 

Berstrípað og hrátt

Eitt af snilldarböndum þessara tíma var tríóið Jonee Jonee, sem kom frá Garðabæ. Það þótti nýlunda, enda hafði fátt af viti komið þaðan fram að því. Þeir voru svalir, klæddu sig upp í einfalda hljómsveitarbúninga og tóku greinilega glæsibandið Devo sér til fyrirmyndar í sviðshreyfingum. Meira að segja nafnið Jonee Jonee var komið lóðbeint frá Devo-laginu Come Back Jonee. Músíkin var þó ekkert Devo-leg, berstrípað og hrátt nýbylgjupönk. Bara bassi og trommur og einstaka saxófónpúst, en það gekk alveg upp því Bergsteinn trommari og Heimir bassaleikari eru svo þéttir og góðir. Textarnir eru skemmtilegar pælingar um lífið og tilveruna, oft ljóðrænar og stundum torskildar, sem Þorvar söng, talaði og æpti með tilþrifum – og hinir rumdu og æptu með. Hljómsveitin var á árum áður frægust fyrir lagið Af því að pabbi vildi það. Hljómsveitin kom út plötunni Svonatorrek 1982, en hún þótti misheppnuð af því sándið var þunnt og kraftlaust, og bandið lognaðist út af skömmu eftir útgáfuna eins og gerist. Hér eru níu af lögunum af Svonatorrek, sjö vantar.

Haldið í ræturnar

Arfleifð sveitarinnar lá því óbætt hjá garði í öll þessi ár. Mjög vel til fundið var að koma tónlistinni út á ný. Farin var sú leið að taka allt upp aftur. Hér hefði margt getað klikkað, til dæmis hefði verið hægt að ofnota nútímatækni, sem fleygt hefur fram á þessum rúmu 40 árum, eða ofhlaða á upptökurnar. Blessunarlega halda menn í ræturnar, hafa þetta einfalt, kraftmikið og beinskeytt, og ef hlaðið er á bassagrunninn er það bara til að auka áhrifin. Bandið öslar í gegnum 21 lag, sem öll eru frekar uppgíruð og ólgandi. Menn voru lítið í ballöðum á þessum tíma. Að hlusta á plötuna í gegn er ánægjuleg upplifun, maður fer aftur í tímann og finnur gamlar nýbylgjutaugar þenjast. Langflest lögin eru þrusu skemmtileg – Ég er einn af þeim, Helgi Hós, Hávaði, Hver er svo sekur – sígræn Jonee-lög, sem maður sá á tónleikum fyrir mannsaldri, og þetta rennur ljúflega en ákveðið í gegn. Meiri jafnari sæluhrollur er á fyrri hliðinni, nokkur slappari lög á seinni hlið draga úr heildarupplifuninni.

Smá nöldur

Sem listgripur er Annar dagur glæsilegur. Hnausþykkur svörtum vínyl er pakkað í eldrautt umslag með texta- og myndabók. Verandi (rokk)sögufíkill sakna ég dálítið að saga sveitarinnar sé ekki sögð í minningarbrotum eða rokksögulegum texta. Hvað rak bandið áfram? Hvernig kom þetta til? Hvað voru þeir að gera á Ítalíu og hvaða fólk er þetta sem semur marga textana þeirra (Þorsteinn G. Þorsteinsson semur hér heila 11 texta – Hver er það!?). En þetta er nú bara smá nöldur. Í það heila er útgáfan frábær, Jonee Jonee eru komnir á þann stall sem þeir eiga skilið að vera á og allir sem unna frískandi, leitandi og skemmtilegu (nýbylgju)rokki – og þá sérstaklega Rokk í Reykjavík-tímabilinu – ættu þegar í stað að skunda ofan í næstu plötubúð og verða sér úti um þennan gæðagrip.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár