Laufey Lín Jónsdóttir er alin upp í þremur heimsálfum; á Íslandi, í Kína og í Bandaríkjunum en mamma hennar er kínversk og pabbi hennar íslenskur. Laufey talar því mandarín og sem barn gekk hún í skóla í Bandaríkjunum, þar til hún var á tíunda ári. En hún gekk líka í Háteigsskóla og Versló. Á sumrin dvaldi hún í Kína en mamma hennar er fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og þess má geta að amma og afi hennar í Kína eru fiðlu- og píanóprófessorar. Sjálf var Laufey aðeins fimmtán ára þegar hún lék einleik á selló með hljómsveitinni. Hún var jafnframt sellóleikari í ungsveit SÍ.
Það má segja að Laufey Lín sé alþjóðleg rödd – í orðsins fyllstu merkingu. Afsprengi þriggja heimsálfa og á dögunum þóttu mikil tíðindi þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötuna Bewitched og þá í flokki hefðbundinna söng-poppplatna.
Kornung er hún nú sögð hafa djassað djassinn inn í meginstrauminn …
Athugasemdir