Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að ef sigurvegari Söngvakeppninnar muni ekki vilja fara út sé langlíklegast að sá sem lendi í öðru sæti verði beðinn um að fara. Hann segir þó ekki tímabært að fara yfir það ennþá. „En það er langlíklegast að það verði horft á það með þeim hætti.“
Blm: Þannig að þetta verður sennilega keppandi sem vill fara út og skorar hæst meðal þjóðarinnar?
„Ég veit ekki um neitt betra fyrirkomulag en akkúrat það,“ segir Stefán. Hann ítrekar þó að það verði farið yfir þetta þegar að því kemur. Ekki sé enn tímabært að taka þá ákvörðun.“
Heimildin ræddi við Stefán í síðustu viku. Svör hans birtust í umfjöllun í síðasta menningarblaði Heimildarinnar.
RÚV hefur ekki enn tekið endanlega ákvörðun um það hvort að Ísland muni taka þátt í Eurovision í Svíþjóð eða ekki. Í lok janúar var brugðið …
Athugasemdir