Þingmenn og starfsmenn þingflokka og Alþingis hafa staðið í flutningum undanfarnar vikur, yfir í nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju, sem stendur á mörkum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Húsið er hönnunarverk Studio Granda og kemur til með að kosta um sex milljarða króna, fullbúið.
Athygli hefur vakið að sumir þingmenn hafa lýst yfir óánægju með aðbúnað sinn í nýja húsinu og gekk þingmaður Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson, svo langt að líkja skrifstofu sinni við fangelsi.
„Útsýnið úr minni skrifstofu er bara hvítur veggur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni,“ sagði Eyjólfur, sem er varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, nefndarinnar sem einmitt fjallar um fangelsismál, við Morgunblaðið í vikunni. Skrifstofa hans á fjórðu hæð Smiðju snýr út að húsi Oddfellow-reglunnar við Vonarstræti og á hið sama við um fleiri þingmenn.
Fátt sem minnti á Litla-Hraun
Heimildin ákvað að heimsækja nýja húsið og fá sérlegan álitsgjafa með í för, Guðmund Inga Þóroddsson, formann …
Athugasemdir (2)