Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Afstöðu heimsækir Smiðju:„Ég myndi alveg afplána hér stoltur, í tíu ár“

Í kjöl­far þess að þing­mað­ur líkti skrif­stofu sinni í glæ­nýju hús­næði Al­þing­is við Litla-Hraun ákvað Heim­ild­in að skoða ný­bygg­ing­una Smiðju ásamt Guð­mundi Inga Þórodds­syni, for­manni fé­lags fanga. Hann var stór­hrif­inn af bygg­ing­unni og sagði hana ekk­ert minna á Litla-Hraun eða önn­ur fang­elsi hér­lend­is.

Þingmenn og starfsmenn þingflokka og Alþingis hafa staðið í flutningum undanfarnar vikur, yfir í nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju, sem stendur á mörkum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Húsið er hönnunarverk Studio Granda og kemur til með að kosta um sex milljarða króna, fullbúið.

Athygli hefur vakið að sumir þingmenn hafa lýst yfir óánægju með aðbúnað sinn í nýja húsinu og gekk þingmaður Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson, svo langt að líkja skrifstofu sinni við fangelsi.

„Útsýnið úr minni skrif­stofu er bara hvít­ur vegg­ur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni,“ sagði Eyj­ólf­ur, sem er varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, nefndarinnar sem einmitt fjallar um fangelsismál, við Morgunblaðið í vikunni. Skrifstofa hans á fjórðu hæð Smiðju snýr út að húsi Oddfellow-reglunnar við Vonarstræti og á hið sama við um fleiri þingmenn.

Fátt sem minnti á Litla-Hraun

Heimildin ákvað að heimsækja nýja húsið og fá sérlegan álitsgjafa með í för, Guðmund Inga Þóroddsson, formann …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Að dáðst að ómeðhöndlaðri steypu þarf sérstakan hugsunarhátt, og Lárétt Stuðlaberg? Hvaða rusl er í hausnum á þessu fólki?
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mikið er gott til þess að vita að virðing, smekkur og skynsemi er til hjá fólki sem náðargáfa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár