Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Óveður í vændum: Götur gætu teppst og síðdegisskutl verða í uppnámi

Íbú­ar á Suð­vest­ur­landi: Ekki láta blekkj­ast af vetr­arkyrrð morg­uns­ins. Um og eft­ir há­degi mun færð taka að spill­ast og ekki sjást á milli húsa. „Mað­ur er voða­lega hrædd­ur um það að það verði fast­ir bíl­ar út um all­an bæ,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. „Að þetta verði svo­leið­is dag­ur.“

Óveður í vændum: Götur gætu teppst og síðdegisskutl verða í uppnámi
Framtíðarsýn? Mjög líklega munu bílar sitja fastir um alla borg síðar í dag, segir veðurfræðingur. Hann hvetur fólk eindregið til að bíða af sér veðrið. Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

„Vandamálin byrja ekki fyrr en eftir hádegi,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og ritstjóri Bliku.is í samtali við Heimildina snemma í morgun. Þetta eru vandamál af stærri gerðinni; ófært gæti orðið innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbrautin gæti sömuleiðis orðið illfær eða ófær og það sama á við um vegi á borð við Mosfellsheiði og Hellisheiði. Það verður blint, vart mun sjást á milli húsa, og best væri að allir sem mögulega geta bíði af sér veðrið. Fari ekki af stað.

Vestanstrengur stefnir á suðvestanvert landið og lætur til sín taka víða á því svæði frá því um hádegisbil. „Þetta er í raun og veru mjög dýpkandi lægð fyrir austan landið sem er í aðalhlutverki,“ segir Einar. Skömmin sú mun draga til sín gamla háloftalægð úr norðanverðu Grænlandshafi og „um leið og það gerist þá brestur á þessi stutti vestanstormur“. Lægðin mun gera vart við sig að ráði á Suðurnesjum, þá á höfuðborgarsvæðinu og loks á Suðurlandi.

Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi sem þýðir að vegir geta teppst því allt hennar viðbragð nægir ekki til að halda þeim opnum. Hér getur þú fundið nánari upplýsingar um mögulegar lokanir vega.

Ekkert skyggni og skaflar á götum

„Við hefðum nú yfirleitt ekki gert mikið veður út af þessu,“ segir Einar um vindinn, þessa um og yfir 20 metra á sekúndu, sem fylgja líklegast lægðinni, „nema vegna þess að það er svo mikil lausamjöll yfir“. Það er hún, þessi hvíta notalega voð sem hylur nú að morgni 31. janúar jörð á Suðvesturlandi, sem verður ekki til friðs þegar vindar taka að blása. Skafrenningur og blinda mun skapa vandamál: Skyggni mun spillast verulega, „og ekkert sjást á milli húsa þegar verst lætur,“ varar Einar við. Þá munu skaflar fljótt myndast á vegum og spilla færð verulega. Líkur eru á að ófært verði um tíma. „Það sem ýtir undir það eru að það eru snjóruðningar fyrir, jafnt innan bæjar sem utan, og það mun setjast á milli ruðninga á gangstéttir og götur. Þannig að það er hætta á að götur verði fljótar að teppast, ekki síst húsagötur.“

ÓveðurLitirnir tákna vindhraða. Um kl. 15, samkvæmt spá Veðurstofunnar, mun vindur fara yfir 20 m/s á höfuðborgarsvæðinu.

Það er erfitt að ímynda sér í vetrarkyrrð morgunsins að fljótlega muni fólk ekki sjá út úr augum. „Það verður mjög fallegt veður á leið allra til vinnu og skóla,“ segir Einar. „Vandamálin byrja ekki fyrr en eftir hádegi. Það er í raun og veru ekkert annað að gera en að bíða af sér veðrið. Ef fólk er ekki búið að gera það sem það ætlar sér að gera áður en veðrið skellur á þá verður það að bíða þetta af sér. Það er alveg hægt að gera það, en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það þarf að sækja börn og þar fram eftir götunum. Það er hætt við því að alls konar skutl sem tilheyrir síðdeginu og útréttingar verði í uppnámi og breytist. Maður er voðalega hræddur um það að það verði fastir bílar út um allan bæ. Að þetta verði svoleiðis dagur.“  

Frá Suðurnesjum til Suðurlands

Uppúr hádegi byrjar ballið á Suðurnesjum og áhrifa þess munu gæta m.a. á Reykjanesbrautinni. Um kl. 14-15 mun lægðin dansa af krafti um höfuðborgarsvæðið. Vart mun þýða að ryðja götur, nema helstu stofnleiðir, á meðan það ástand varir því skaflar munu einfaldlega koma í skafla stað. „Það gæti vel orðið ófært innan hverfa og svo tekur tíma að hreinsa þegar þetta er yfirstaðið.“

Góðu fréttirnar eru að sögn Einars að veðrið mun líklega aðeins standa í 2-3 tíma á hverjum stað. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að það er alveg nógu langur tími til að allt fari á hliðina í samgöngum á þessu þéttbýlasta svæði landsins. Bílum hefur fjölgað þar verulega síðustu ár og umferðin aukist samhliða því, fleiri eru á ferðinni og margir fara um lengri veg en áður. Þess vegna þarf að sögn Einars lítið útaf að bregða svo að allt fari á verri veg, að umferðin stöðvist hreinlega alveg, þegar skot eins og þetta á fari yfir.

„Veðrið núna á sér greinilegt upphaf og greinilega endi“
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur,
um hvort von sé á ófærð í lengri tíma.

Sumir séu farnir að gera þær kröfur að komast alltaf leiðar sinnar, sama hvernig viðrar. En nú þarf þetta sama fólk að anda ofan í kviðinn eða bíta í það súra epli að í nokkra klukkutíma er líklegra en ekki að miklar samgöngutruflanir verði.

Í ofanálag mun svo mögulega snjóa með lægðinni. Það gæti, að sögn Einars, komið hryðjubakkar af hafi yfir borgina og nágrenni hennar. „Það mun ekki auðvelda okkur lífið,“ segir hann, „því þá verður enn meiri blinda“.

En gætum við átt von á sambærilegum samgöngutruflunum og urðu í lok árs 2022, þegar Reykjanesbrautin var ófær í lengri tíma? „Nei, því veðrið núna á sér greinilegt upphaf og greinilegan endi,“ svarar Einar. Það vill hins vegar svo óheppilega til að veðrið verður verst á tíma sem fólk er almennt mikið á ferðinni. Einar ítrekar því þær ráðleggingar sínar að fara ekki út í blinduna, heldur bíða af sér veðrið.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár